Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 58
'Skírnir]
Brandur Júneson.
49
upsembætti í Skálholti, uns Sigvarður biskup kom til stóls
sins. (Ann. Reg.). Má af þessu sjá, hversu mikils trausts
Brandur hefir notið þrítugur. Til þessa árs (1238) telur
Jón Sigurðsson máldaga Gufudalskirkju, er Brandur setti,
er hann vígði kirkju þar. (D. I. I, 135).
Níu árum síðar verður Braudur ábóti í Þykkvabæ í
'Veri. Segir Sturlunga (Svínfellingasaga) þá þau orð um
Brand, sem fræg eru orðin: Hann »var ágætur höfðingi,
vitur og vinsæll, ríkur og góðgjarn; og í þann tíma hafði
hann mesta mannheill, þeina manna er þá voru á ís-
.landi«. (Sturl. III. 144).
Árin 1250—54 er Sigvarður Skálholtsbiskup ytra. Þá
hefir Brandur aftur farið með biskupsvald í Skálholti. Er
það að ví8u hvergi sagt alveg ákveðið, en það verður
óyggjandi af eftirfarandi: Árið 1252 segir Sturlunga t.
d. um Brand: »Hann var þá fyrir kennimönnum um alla
biskupssýslu Sigvarðar biskups*. (Sturl. III, 177). Árið
1253 sendir Heinrekur biskup »í Skálholt til Brands ábóta*
(Sturl. III, 242). Sama ár býður Brandur Þorgilsi skarða
til sín »heim í Skálholt« (Sturl. III, 248). Enn er þess
getið sama ár, að maður »færi í Skálholt að finna Brand
ábóta« (Sturl. III, 252).
Árið 1260 dó Heinrekur biskup á Hólum. Árið 1262
er Brandur kosinn eftirmaður hans. Hann fer utan sam-
sumars, fær vigslu og kemur heim árið eftir. Hans nýtur
mjög skamma stund á biskupsstóli, því að hann andaðist
á Hólum 26. maí 1264 (Ann. Reg. 1262—64; Sturl. IV,
121, 134—35, 174; ísl. Árt. 30).
Hefir nú verið stiklað á stóru í sögu Brands: Hann
lifir endilanga Sturlungaöld. Fer þá með hin æðstu em-
bætti íslensku kirkjunnar, hvert af öðru og samhliða:
ábótadæmi í einu veglegasta klaustrinu 1247—62, bisk-
upsvald í Skálholti 1238 og 1250—54 og loks biskups-
dæmi á Hólum 1263—64. Á mestu vígaöld íslands ber
hann höfuð og herðar yfir hinn íslenska kennilýð, er sá,
®r hefir »mesta mannheill þeirra manna, er þá voru á
Islandi*.
4