Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 223
Skirnir]
Ritfregnir.
21S
þarna, en geta hinna beyginganna neðanmáls (sem lika er gert i bók-
inni.) Þetta gildir lika um hlýja — hlýi — hlýði sem er reglulegt eftir
þessum flokki eins og líka hlúa — hlúi — hlúði og ennfremur hlýja
hlý — hlúði eftir 1. fl. En af lýja og rýja eru einnig til nútiðar-
myndir, óreglulegar, nefnilega lýi og rýi (sem og eru þarna teknar).
Þar á móti er myndin eg spýi (i frsh.) alröng og eigi tfðkuð. Það
heitir annaðhvort spýja — spý — spúði eftir 1. fl. eða spúa — spúi
spúði eftir þessum 8. fl. (og svo sterk mynd spýja — spjó), Um.
myndirnar skapti, skaptur (gr. 231) má fullyrða, að þær eru þarua
ranglega dregnar af skapa (sem er skapaði i þát. eftir 4. fl. shr. og
skapa — skóp eftir sterku beygingunni), þvi slcapti er beint af skepja
eftir 1. fl. Myndin œi sem stendur framar i þessari skrá, er trauðla til.
Það heitir nú alment d — ái, en fornmyndin œja — æ, heyrist lika
stundum. Gr. 327. Þar er 4. fl. sýndur og á eftir kemur fyrirtaks
góð npptalning á þeim aragrúa sagna, er eftir honum heygjast, skipt í
deildir, fyrst eftir rótarraddhljóði, þar sem afleiðsluending er engin, og
svo eftir afleiðsluendingum ýmsum, þar sem þær eru. Það er mjög
þörf skrá. Gr. 351 neðanm.). Það er ofmælt, að myndirnar greri,
sneri o. s. frv. séu eintómnr tilbúningur hókmálsins, þvi þær myndir
eru enn i dag bráðlifandi á Austurlandi við hliðina á gröri og snöri
(shr. snerill, sem er algengt), Annars má geta þess að höf. forðast of-
mjög að geta um fornar heygingarmyndir, sem enn eru þó tórandi i tal-
máli sumra héraða t. d. hafða, sagða o. s. frv. (Árnessýsla) og eink-
um 3. pers. fl. viðth. i þát. fieir hefði, tœki, vœri, vildi o. s. frv.
sem alloft heyrist i tali og lika tiðkast nokkuð i hókmáli. Þar á móti
er alveg ógerlegt að taka svo andstyggilega og líklega nú tilverulausa
orðmynd sem deyður (á 135 hls.), þvi engiun íslendingur lætur sér i
hug detta að segja t. d. Eggert Olafsson er deyður árið 1764. Slikt
kemur ekki til mála.
Það er vissulega fleira í bókinni, sem er nauðsyn að athuga, en
rúmið er mér mjög takmarkað og þetta mun vera ið helzta og um það
hefi eg viljað geta. Þessi beygingarfræðiu er yfirleitt góð og stóranðug
af dæmnm, og registrið aftan við hókina hreinasta gull. — Hafi svo
höfundnrinn þökk fyrir verkið.
Ritað á Geisladaginn 1922.
Jóhannes L. L. Jóhannsson.
Oi'dbog over (let danske Sprog. Grnndlagt av Verner Dahlernp.
Udgivet af Det danske Sprog- og Litteraturselskah. I—V. bindi. A—Frette.
Kh. 1918—23.
Allar mentaþjóðir láta sjer ant um að vernda og skýra tungu þá,
er þær tala, og koma sjer upp stórum og fullkomnum visindalegum
orðabókum; svo er t. d. um Englendinga og Þjóðverja og nú siðast Svia.