Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 92
Kenning Wegeners um lanðflutning.
Eftir Þorkel Þorkelsson.
Sú hefir verið skoðun manna, að jörðin haíi upphaf-
lega verið glóandi hnöttur, en hún hafi smásaman kólnað.
Þó væri hún ennþá glóandi heit innan; eldgosin eru
vottur um hitann niðri í jörðunni, og skoðun þessi styðst
ennfremur við það, að þar sem grafið hefir verið eða
borað djúpt í jörðu, þar hefir hitinn vaxið eftir því sem
neðar dróg. Eftir þessari skoðun er jörðin stöðugt að
kólna, einkum vegna útgeislunarinnar, en hún kólnar
mjög hægt. Nú er það eðli fiestra hluta að minka, er
þeir kólna, og væri kenningin um kólnun jarðarinn rjett,-
þá ætti jarðarhnötturinn að smáminka.. En ef yfirborð
jarðar kólnar einkanlega, dregst það mest saman og get-
ur ekki spent yfir allan jarðhnöttinn, það tognar á því,
uns á það koma rifur og sprungur. Stundum getur
yfirborð jarðar kólnað tiltölulega minna á sumum stöðum
en undirdjúpin, yfirborðið verður þá of stórt, það koma á
það hrukkur eða það legst í fellingar. Jarðfellingar eru
oft stórkostlegar og mynda fjallgarða t. d. Alpafjöllin.
Þar sem yfirborðið kólnar mest, þrengir að undirdjúpun-
um, þrýstingin verður þar mikil, og þegar rifur eða göt
koma á yflrborðið, vellur glóandi hraunið, jarðeldurinn,
þar upp um. Þrýstingunni niðri í ljettir af við þetta, og
til að ná jafnvægi aftur, fellur yfirborðið niður eða sígur,
þar myndast landsig eða jarðföll, en jafnframt landbrofc
og jarðfellingar.
Þetta þrent ásamt áhrifum frá vindi, vatni og jökl-