Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 112
102
Nöfnin.
[Skírnir
margvíslegan hátt um vernd tungunnar, og var svo langt
komið að embættismenn vorir rituðu mjög skælt mál og
úr lagi fært. En öil alþýða. manna var geymnari á þann
Jjársjóð, en lærðu mennirnir.
Þeasvegna geymdist tungan og fjekk viðreisn sína
fyrir forgöngu ágætismanna á fyrra hluta nítjándu aldar.
Þó var ein meinsemd þá, er fjekk jafnvel vöxt og við-
gang á sama tíma sem menn unnu að því að reisa tung-
una við. Þetta var sú meinsemd sem ættarnafna sýkill-
inn veldur. Jafnvel Jón Sigurðsson skrifaði sig um tíma
»Sivertsen«, en hann hætti þvi fljótt. Þó smáfjölgaði
»—sen«-um, og var þó við hóf. Þetta var svipað vægri
»influenzu« eða landfarsótt, sem berst stundum hingað frá
Norðurlöndum. En er á nitjándu öldina leið, elnaði sótt-
in, er nýir sýklar bárust úr Vesturheimi, svo sem fór um
iandfarsóttina miklu, er gerðist að drepsótt. Austrænn
og vestrænn uppskafningsháttur gerðu nú fjelag sín á
milli og urðu þá nafnalögin ávöxtur af þvi sainbandi.
Hefir sá ávöxtur haft Draupnis eðli, því að fyrst draup
af honum Kleppskinna og síðan öll sú nafnaprýði, er við
hefir bættst á síðustu árucn.
Enginn efi er á því, að rjett er það, sem sagt var
hér að framan um þá spilling tungunnar af nafnafargani
síðustu ára, og væri ekki minsta vit í því, að láta slíkt
afskiftalaust. — Breytingar á bæjanöfnum og örnefnum
þurfa eigi nauðsynlega að verða til málspillingar, nema
þau sjeu rangt mynduð og smekklaus nýju nöfnin, sem
oft vill verða. En bæði er slíkt nafnahringl og eigi
síður útskit fornhelgra heita 'sjúkdómseinkenni á þjóð-
erniskend vorri og sá sjúkdómur dregur þjóðina til
dauða, sje eigi við gert nú þegar: Trygðarleysi, rækt-
arleysi og vanþakklæti samfara undirlægjuskap og upp-
skafningshætti verður þessari þjóð að tortíming, ef vjer
gerum eigi við þegar. Mjer er það ljóst að það mega
heita óyndisúrræði, að vernda þjóðerni með lögum fyrir
sjálfri þjóðinni, en þó er nú sjálfsagt að reyna þann veg