Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 169
Skírnir]
Diocletianus keieari.
159
Diocletianus skifti Rómaveldi í tvo ríkishluta, eins
og áður hefir verið tekið fram. Þeir greindust aftur í
tvo fjórðunga (praefaecturae). Á þessari skiftingu bygði
hann hina gagngerðu breytingu sína á umboðsstjórn rikisins,
sem eftirmaður hans, Constantinus hinn mikli lagði síðan
smiðshöggið á. Ríkisfjórðungarnir skiftust hinsvegar í
mörg umdæmi (dioeceses), en þau aftur í skattsýslur
(provinciae), er voru töluvert smærri og þar af leiðandi
miklu fleiri en áður, eða alls 119 að tölu.
Af hinni nýju skipun ríkisins, er nú var getið, leiddi
fyrst og fremst það, að fjölga varð embættismönnum að-
miklum mun, og í annan stað var tekin upp rík embættis-
mannastjórn. Urðu embættismenn þessir að hlíta boði og:
banni keisara i öllum greinum, hlutast til um alt og
annast hvað eina, sem fyrir þá var lagt. í þess stað
fengu þeir, sem gegndu hinum æðri embættum, há laun
og ýmiskonar fríðindi og margskonar metorð cg titla, sem
nafnbætur og lögtign siðari alda er runnin frá. Þá var
og tekin upp sú mikilsvarðandi stjórnarvenja að láta ekki
sama manninn hafa á hendi herstjórn og stjórn borgara-
legra málefna, eins og áður hafði tíðkast með Rómverjum.
Fjórðungsstjórarnir (praefecti) fóru með æðstu umboðs-
stjórn og æðsta dómsvald hver í sínum fjórðungi, en höfðu
engin hervöld. Sama máli var að gegna um umdæmis-
stjóra (vicarii) og skattlandsstjóra, sem nefndust ýmsum
nöfnum. Yfirherstjórnin var falin hermentuðum mönn
um, er nefndust hermeistarar (magistri militum), og áttu
á að skipa æðri og lægri foringjum. Með þessari stjórnar-
venju, sem telja má til einhverra hinna mikilvægustu
stjórnmálaframfara í sögu mannkynsins, vildi Diocletianus
þó einkum koma i veg fyrir, að æðstu embættismenn
rikisins yrðu ofjarlar sínir og steyptu sjer af stóli.
Róm og Italía mistu nú forræði það í Rómaveldí, sem
þær höfðu haft um langan aldur. ítalia var sett á bekk
oieð skattlöndum ríkisin3 og skift i smærri skattsýslur
eins og þeim, en Róm varð sjerstakt borgfjelag með líkri
skipun og aðrar borgir ríkisins. öldungaráðið í Róm, sem.