Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 11
4
Magnús Stephensen.
[Skirnir
Hákonarsonar á Vindheimum, sem getur á árunum 1463—
1513, Hallssonar, sem um getur 1437—1447, Finnboga-
sonar hins gamla (1393—1440), Jónssonar. Út frá þess-
um merkilega kynbálki má rekja á marga vegu til enna
stærstu ætta, Einarsnessmanna, Svalberðinga, ættar ög-
mundar biskups og Þórðar lögmanns, Erlendunga (Flos-
unga), ættar Finnboga lögmanns, Eiðamanna og Torfa
hirðstjóra Arasonar, og enn á margar fleiri leiðir.
Foreldrar Margrétar konu Magnúsar sýslumanns
Stephensens voru Þórður prófastur Brynjólfsson á Felli í
Mýrdal og Margrét kona hans Sigurðardóttir prests í
Stafholti, Jónssonar lögréttumanns á Ketilsstöðum, Þor-
leifssonar, Eiríkssonar prests í Vallanesi, Ketilssonar prests
á Kálfafelli, Ólafssonar prests á Sauðanesi (d. 1608), Guð-
mund8sonar. Má úr þessari ættkvísl rekja inn í ættir
Njarðvíkínga austur, Björns Skafinssonar, Hákalla-Bjarna,
og Þorvarðs Loptssonar á Möðrvöllum, og á enn fleira hátt.
Faðir Þórðar prófasts var Brynjólfur í Skipagerði i Land-
eyjum, sonur Guðraundar á Strönd, Stefánssonar í Skipa-
gerði, Jónssonar í Skipagerði, Þorleifssonar- á Hvoli, As-
mundssonar á Hvoli, Þorleifssonar lögmanns (d. 1558),
Pálssonar sýslumanns á Skarði, er veginn var á önd-
verðareyri 1496, Jónssonar, Ásgeirssonar, Árnasonar. En
Páll á Skarði var föðurbróðir hins stórgerða höfðingja
Björn Guðnasonar i ögri. Kona Páls á Skarði var Sol-
veig Björnsdóttir hirðstjóra, — Þorleifssonar, — og Ólöfar
Loptsdóttur, hins ríka Guttormssonar. Er hér svo sem
jafnan, þegar komið er inn ena stórfeldu ættbálkana, að
þá má þaðan rekja á nær ótal vegu. En hér skal nú
staðar numið.
Stefán amtmaður á Hvítárvöllum (f. 27. Dec. 1767;
d. 20. Dec. 1820), föðurfaðir Magnúsar landshöfðingja, var
ágætlega gefinn maður og orðlagt valmenni. Til er lýs-
á honum eptir Magnús konferenzráð bróður hans, gagnorð
og mjög í samræmi við almennings orð það, er Stefán
amtmaður hafði á sér:1)
*) Útfararminning, Yiðeyjarkl. 1822, bls. 25—31.