Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 140
130
Louis Pasteur 1822—1922.
[Skirnir
honum að þakka og áliti hans. Pasteur dó 1895, tæplega
73 ára gamall.
Þetta er í stuttu máli æfisaga Pasteurs. Hvað
hefir þá Pasteur unnið? Það er alve» ógjörningur í stuttu
erindi að gefa nema örlítið yfirlit yfir störf hans. Jeg
skal því að eins drepa fljótlega á helstu atriðin.
Eins og áður er getið, voru fyrstu rannsóknir Paste-
urs um Tcristalmyndun brennisteins. Sama árið 1848
kemur út grein um rannsóknir hans á vlnsýru. Vöktu
þessar rannsóknir almenna athygli visindamanna á hon-
um, en ekki skal farið nánar út í að skýra það, i bverju
þetta er fólgið, nema að til eru efni, sem að öllu leyti eru
eins samansett og haga sjer að öllu eins og þau væru eitt
og sama efni, mismunurinn liggur að eins í því, að þau
hafa mismunandi áhrif á ljós sem gengið hefir í gegnum
bergkristall, svokallað polariserað ljós. Þetta skýrði Paste-
ur, en áður voru orsakirnar óþektar. Að þessum vínsýru
rannsóknum vann hann næstu 10 árin, auk kenslu i efna-
fræði. 1852, meðan hann er í Strassburg, fer hann til
Þýskalands og Austurríkis til þess að kynna sjer, hvaðan
menn fái vínsýru. Af brjefum hans má sjá, hvað áhug-
inn og vinnuákafinn er mikill. Hann segir í einu þeirra,
að hann hafi verið 3 daga í Leipzig, en ekkert sjeð af bænura,
nema götuna, sem liggur milli gistihússins, sem hann bjó
i, og rannsóknarstofunnar, því að þar starfaði hann frá því
snemma á morgnana og langt fram á kvöld.
Næsta viðfangsefni Pasteurs eru rannsóknir á vin- og
ölgerð. Hann segir sjálfur að rannsóknir sínar á kristal-
myndun ýmsra alkoholtegunda og vínsýrunnar hafi leitt
sig til þess. (Jeg má ef til vill skjóta þvi inn i, að
alkohol í efnafræðinni á við heilan flokk af efnum, en
ekki eingöngu við æthylalkohol, sem vjer þekkjum best
og er í öllum áfengum drykkjum). Það hefir og senni-
lega átt sinn þátt í þvi, að Pasteur byrjaði þessar rann-
sóknir, að umhverfis Lille, þar sem Pasteur var háskóla-
kennari í efnafræði, er mesta vínræktarland.
Pasteur sýndi fram á það, að lifandi smáverur or-