Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 220
210
Ritfregnir.
[Skírnir
irnar nokkuri, nokkurar (f. nokkurri, nokkurrar) ern alveg ótiðkan-
legar, nema, ef vera kynni, í ófallkomnu barnamili. Með þessu hefi eg
þá lokiö að tala um hljóðfræðina. Þar er að visu nokkuð fleira at-
hngavert, en þetta er hið heizta. En þrátt fyrir þessi ummæli mín að
framan um miklar misfellur hjá höf. segi eg þó að þessi hljóðfræði hafi
ýmsa kosti, svo sem það að vera feiknarauðag að dæmum.
Þá kemur beygingarfræðin, mikið mál og að flestu leyti gott, á
nær því 130 bls. En það hefi eg á móti niðurskiftingu nafna í flokka
hjá höf., að hún er aðallega gerð eftir eignarfalli, en eigi eftir orðstofn-
um. Það er meinloka, sem seint gengur þó að kveða niður. Með því
að skifta eftir stofnum, svo sem gert er i málfræðibókum yfir fornmálið,.
er í sterko beygingunni hægt að komnst af með 6 flokka og alt verður miklu
auðskiidara og einfaldara, og þannig reynist það manni einum, sem eg
veit um að er að efna til nýrrar íslenzkrar kenslubókar i málfræði
tungu vorrar. En i þessari bók verða þar 8 flokkar, en þyrfti þó endi-
lega að vera 9, því það er óhæft að taka frændsemisorðin í tvennu lagi
sum í flokki við vetur, eins og gert er við faðir, en sum í flokki við-
'ónd, eins og gert er við móðir. Með svona skiftingu verður alt grautar-
legra til yfirlits. Af þvi munnrinn á fornu máli og nýju, hjá oss, er
enginn málbyltingarmunur, þá er ókleift, að semja góða islenzka mál-
fræði handa vorum tímum, með nokkurri skarpri skiftingu í forníslenzku
og nýisienzku. Það yngra gripur þarna hvervetna inn i hið eldra, af
þvi breytingarnar eru svo smástlgar. Það er engin ástæða til að
breyta um, þegar enginn hagur er að breytingunni, hvorki hægðarauki
né meiri réttleiki fæst, heldur fremur ið gagnstæða, svo sem þarna,
Þetta er engin fyrnskudýrkun úr mér, þvi það er sjálfgefið að sama
skiftingin sem i fornmálinu á bezt við tunguna enn í dag, af þeirri
einföldu og auðsæju dstæðu, að beygingarflokkarnir eru enn ná-
kvæmlega inir sömu að tölu og gerð sem i fornmáli. Sé skifting eftir
orðstofnum rétt þar, þá er hún því rétt nú. En hvernig sem litið er á
niðurskipunina í bókinni, þá er hún til skaða og styðst við röng rök.
Gr. 106. Vel og rétt er það sagt, að í orðunum lœlmir, hellir
o. s. frv. er r eiginlega orðið stofnlægt fyrir löngn, þótt ranglega hafi
verið reynt að útrýma þvi, sem þó víst aldrei tekst í sumum af þess-
um orðum. Gr. 111 a.) 2. Það er ekki rétt að nöfnin Bjálmtýr,
Valtýr o. fl. haldi jafnan r um alla beyginguna, i talmálinu er oft sagt
hjd Valtý og til Hjálmtýs. Gr. 112. anm.). Rétt er það mælt að
islenzku ættarnöfnin séu flest óbeygjanleg, sem sýnir vel, hvilikt mál-
viðrini þau eru. Gr. 114 í). EgiLl beygist eigi einungis i ritmáli sem
Ketill heldur lika oft i talmáli. Gr. 121 A) a). Þar vantar fremur
bagalega að geta þess, að orðin bylur, hylur hafa (svo sem eðlilegast
er) j í nefnif. og þolf. flt. (byljir), en eftir orðalaginu að dæma lítur
svo út sem þarna sé bylir o. s. frv. Gr. 132. Þar vantar skýringu á
myndinni mennirnir, en þar mun vera tvisett ending greinisins.