Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 103
Skírnir]
Kenning Wegeners um landflntning.
93
Á árunum 1823—1870 9m á ári að jafnaði, en á ár-
unum 1870—1907 32m að jafnaði á ári. En mælingar
þessar eru ekki nákvæmar, þvi að aðstaðan til mælinga
á Grænlandi heíir ekki verið góð. Þó álíta þeir, sem
kunnastir eru þessum mælingum, að þeim geti ekki skeik-
að svo mjög, að engin hreyfing hafi þar átt sjer stað.
Aftur hafa þær mælingar sem gerðar hafa verið í Banda-
rikjunum og Evrópu, eigi svnt neinn verulegan mun á
breidd Atlandshafsins fyr og nú; það, sem það er, virðist
það þó hafa breikkað, og er það í samræmi við kenningu
Wegeners. Við landmælingarnar í Færeyjum kom einnig
æinhver óregla í Ijós, en óvíst er um orsök hennar.
Nú er verið að undirbúa mælingar á afstöðu Græn-
lands við ísland og Evrópu í þeim tilgangi að ganga úr
skugga um það, hvort það sje rjett, sem Wegener kennir og
eldri mælingar virðast benda til, að Grænland sje á vesturleið.
Búist er og við því, að Island sje einnig að fjarlægjast
Evrópu, og á þetta sömuleiðis að leiðast í ljós við mælingarnar.
Það veltur mjög mikið á þvi fyrir kenningu Wegen-
ers, hvernig niðurstaðan verður í þessum mælinguœ. En
ennþá er alt óvist um það, hve mikil tilhæfa er í því,
sem hann heldur fram. Þessi kenning hefur skift mönn-
una i flokka, meðhaldsmenn og andstæðinga. Svo sem
gefur að skilja, komst málið fyrst á dagskrá hjá Þjóð-
verjum, og berjast sumir kunnir vísindamenn, svo sem
veðurfræðingurinn W. Köppen í Hamborg, ótrauðir fyrir
henni, en aðrir reyna að rífa hana niður, og virðist sá
andróður jafnvel mestur hjá jarðfræðingum Síðast liðinn
vetur var kenning Wegeners mikið rædd af enskum
fræðimönnum. Skoðanirnar hjá þeim eru einnig skiftar,
þótt flestir hafi eitthvað út á hana að setja, en ný sönn-
unargögn fyrir henni hafa einnig komið fram hjá þeim.
Af andmælendum má einkanlega nefna Englendinginn
Philip Lake. Dregur hann í efa sönnunargildi þeirra að-
ub'öksemda, sem drepið hefir verið á hjer að frainan, og
af því ráða, að kenning Wegeners er ekki ennþá við-
Urkend af vísindamönnum alment.