Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 179
Skírnir] Diocletianus keisari. 169-
Diocletianus æskti þess. Og seint fyrnist manni frásögn-
in um Oaleriu8 undirkeisara, sem varð að hlaupa 1 róm-
verska rnilu við hliðina á vagni Diocletianusar eins og
hann væri þræll hans. Diocletianus átti í því sammerkt
við Napóleon mikla, að hann sveigði ráð manna eftir geð-
þótta sinum og ljet þá þjóna sjer. Hann var þó engan
veginn óvæginn eða tortrygginn að eðlisfari. Þegar hann
var sestur að ríkjum lagði hann niður hina illa þokkuðm
leynilögreglu, hefndi sín ekki á andstæðingum og ljet
jafnvel embættismenn Carinusar fyrirrennara síns halda
embættum þeim, er þeir höfðu haft á hendi. Hinsvegar
var hann harður og refsingasamur við þá, sem hófust
handa móti ríkinu og skipun þeirri, sem hann hafði
komið á, eins og harðýðgi hans við Alexandríubúa og
hinar grimmilegu ofsóknir hans gegn Manikeum og kristn-
um mönnum bera vitni um. Þegar á alt er litið, mun mega
fullyrða, að stjórn hans, þegar vjer sleppum hinum hrylli-
legu ofsóknum, hafi verið einhver hin besta og nýtasta, sem
Rómverjar hafa átt. Eftir því sem högum ríkisins var komið,
þegar hann tók við stjórn, var hverjum manni ofvaxið
að reisa það aftur við að fullu, enda var ellin farin að
sækja það heim. Fyrir því varð nú annar eins stjórn-
skörungur og Diocletianus að láta sjer nægja að halda
ríkinu óskertu og geta í bráðina ráðið nokkurn veginn bót
á hinum margvíslegu innri meinsemdum þess.
Þegar eftirmenn Diocletianusar voru settstir að völd-
um, hófst brátt svo mikil sundurþykkja og ófriður með
þeim, að þeir fengu ekki við neitt ráðið. I þessum vand-
rseðum komu þeir sjer saman um að leggja deilumál sín
undir úrskurð hans. Fyrir bænastað Galeriusar yfirkeis-
ara ljet hann tilleiðast að sækja fund með þeim í Car-
Quntum í Pannoniu árið 307. Lactantius telur að vísu,.
a& hann hafi orðið vitskertur skömmu áður en hann ljét.
af stjórn, en keisararnir virðast ekki hafa vitað annað
en hann væri með fullu viti og manna best fallinn til að
raða fram úr vandræðum þeirra. Hvað um það. Tillög-
ur hans gengu fram og sættir tókust í svipinn. Deilur