Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 135
ÆSkírnir] Fæðingarár Jóns bysknps Arasonar. 125
hans hógværlega og fræðimannlega rituð, þótt rök hans
reynist röng og niðurstaðan falli því um koll.
Til afsökunar hr. Kl. J. skal eg geta þess, að fleiri
■en hann hafa látið glepjast fyrrum af athugasemd Árna
Magnússonar, þótt ekki sé það kunnugt almennt. Svo
var um Erlend sýslumann Olafsson (d. 1772), er var
skrifari Árna um tíma. Eftir hann er til æviágrip Jóns
íbyskups. Ekkert er á þvi að græða, er menn vita ekki
nú. En um fæðingarár Jóns byskups segir þar, að hann
sé fæddur »kannske 1474«. Æviágrip þetta Erlends þekki
eg að eins í eftirriti síra Björns Halldórssonar í Sauðlauks-
dal1). Þá má mönnum og skiljast, hvern veg komin er
inn í annálasamtining síra Björns2) athugasemd hans við
árið 1474, að »liklega< sé Jón byskup fæddur þá. Þetta
má þannig augljóslega beint rekja til athugasemdar Árna
Magnússonar.
Að síðustu skal eg taka þetta fram. Það munu ekki
vera deildar skoðanir um það, að Árui Magnússon sé sá
maður, sem traustastur og skilríkastur íræðimaður hafi ver-
ið með íslendingum. Mér er nær að halda, að ekki muni
,-það of mælt, sem eg hefi einhverstaðar séð, að leitun
muni að jafnoka hans að þessu leyti með samtímismönn-
um hans um Uorðurálfu alla. En allir, sem kunnar eru
athuganir Árna í skjölum og handritum í safni hans, vita
það, að hann varð eins og aðrir menn oft að fikra sig
áfram í rannsóknum sinum. Þessi athugasemd hans um
fæðingarár Jóns byskups er hrein minnisgrein, tilgáta,
sem hann hefir skrifað upp sér til minnis, til athugunar
síðar meir, eins og hann og margir gera oft. Og vitan-
lega stendur Árni jafnréttur eftir sem áður, þótt aðrir
menn leggi meira inn í slikar minnisgreinir hans heldur
■en heimilt má telja. Ef til vill sýnir þó fátt betur en
■einmitt þetta, hvert mat menn hafa á Árna Magnússyni.
*) Handrit þetta er í Edinborg, Advocates’ Library 21. 7. 14.
2) Ehdr. sira Björns er i Lbs. 494, 4to., eftirrit i Lbs. 230, fol.