Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 132
122 Fæðingarár Jóns byskupa Arasonar. [Skírnir
J)ví hjá honum, eins og allir sjá, sem athuga skjölin.
Þetta er öldungis óyggjanlegt.
En afleiðingin er þá auðvitað sú, að eftirritið Sigurð-
ar verður að falla fyrir frumritinu sjálfu og að menn
verða að telja marklaust, strika beinlínis út í Fornbréfa-
safni voru bréfið nr. 575 (bls. 600—1) i VII. bindi, því að
rétta skjalið er prentað í VIII. bindi, nr. 473 (bls. 620—l).1)
En þar með er og fallið niður allt skraf um prestskap
Jóns byskups Arasonar árið 1502, því að einmitt þetta
rangt árfærða eftirrit er það skjal og hið eina skjal, sem
hr. Kl. J. og aðrir hafa borið fram til stuðnings sínu máli.
III. En úr því að hrundið er meginástæðum hr. Kl.
J., er þarflaust að eyða mörgum orðum að hinum smærri
atriðum í grein hans. Þó vil eg leyfa mér að setja fram
þessar athugasemdir.
I ritgerð Magnúsar Björnssonar um afa sinn er fæð-
ingarárið sett rómverskum tölum í upphafi. En í ritgerð
•Odds byskups Einarssonar, sem er rituð upp eða samin
eftir sömu ritgerð, er sama ártalið (1484) bæði í upphafi
og endi, svo að heimildarlaust er að ætla, að t. d. róm-
verska talan X (tíu) hafi komizt inn af vangá.
Eins er um það atriði, að Magnús Björnsson segir afa
sinn hafa haft fjóra um tvítugt, er hann tók prestsvigslu.
Engin mótsögn er fólgin í þessu, svo að Jón bvskup megi
ekki fyrir þær sakir hafa tekið prestsvígslu 1507, þótt
fæddur sé 1484. Þessu er svo farið, að dæmi eru þess
ými8 á fyrri tímum, að þegar til er greint um aldur
manna, sé með talið ár það, sem er að færast yfir þá, en
ekki fullnað; því getur það »að hafa fjóra um tvítugt*
vel táknað það, sem nú er kallað »á tuttugasta og fjórða
árinu*.
Aftur á móti kann vel að hafa skolazt til í minnum
manna um ábótana á Munkaþverá, nafnana Einar ísleifs-
‘) Sjálíar útgefandi Dipl. Isl., Dr. Jón þjóðskjv. Þorkelsson, hefir
fyrst veitt athygli samhenginu með frumbréfinu og eftirritinu (segist liann
ihafa fengið slika bending frá Jósafat ættfræðingi Jónassyni í bréfi til Kl. J•)•