Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 164
Diocletianns keisari.
[Skírnir
'154
Vesturlöndum, þar sem alt logaði í róstum og styrjöldum.
Maximianus bar eins og Diocletianus tignarnafnið Augustus
og skyldi vera jafn honum að metorðum og fullvaldur i
sínum rikishluta, en löggjöf og peningamál skyldu vera
sameiginleg og allar tilskipanir keisara skyldu undirskrif-
aðar og birtar af þeim báðum. Samt sem áður hafði
Diocletianus í raun rjettri einskonar forræði sakir yfir-
burða sinna og andlegrar atgervi. Á það bendir og ein-
kunnarnafn hans Jovius (helgaður Jupiter), þar sem
Maximianus varð að láta sjer nægja að kallast Her-
culius.
Maximianusi var ekki til setu boðið. Þegar hann
hafði sefað uppreisnina i Gallíu, varð hann að snúast
gegn Burgundum, sem áður höfðu búið fyrir austan Oder,
en hjeldu nú með ránum og manndrápum vestur að Rín.
Þeir stöktu burtu þjóð þeirri, er Alamannar nefndust, en
bundu síðan fjelagsskap við þá og fóru herskildi um skatt-
lönd Rómverja railii Rín og Dóná. I sama mund hjeldu
Herular nokkru norðar með ránum og gripdeildum vest-
ur yfir Rín. Maximianus fór á móti þeim með her manus
og sigraði þá, hinsvegar tókst honum ekki að flæma Ala-
manna og Burgunda burt frá Rínarbökkum hinum eystri,
þar sem þeir höfðu búist fyrir. Loks hófu Frakkar og
Saxar norðan frá Englandshafi ránsferðir til stranda
Gallíu og Bretlands. Maximianus fól germönskum manni,
er Carausius hjet, að reisa rönd við yfirgangi þessara vík-
inga. Hann kom sjer upp herskipaflota, en lagði síðan
lag sitt við vikinga. Þegai' Maximianus bjóst til að láta
hann sæta ábyrgð fyrir þessar tiltektir, hjelt liann með
her og flota yfir til Bretlands og Ijet taka sig til keisara,
Maximianus reyndi að flæma hann þaðan burtu og leggja
undir sig landið, en tókst það ekki. Laulc viðskiftum
þeirra svo, að hann varð árið 291 að viðurkenna Carau-
sius keisara til þess að geta beitt sjer og öllutn herafla
sínum móti germönsku þjóðunum við Rín.
Þessir erfiðleikar, sem nú voru taldir, munu hafa
komið Diocletianusi til að skifta keisaravaldinu enn meir