Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 212
'202
Ritfregnir.
[Skirnir
tvídálkaðar blaðsiðnr í stóru fjögra blaða broti, prentuð á góðan pappir
með einkar skiru en þó svo smáu letri, að nær mundi 100 þúsund stöf-
um á örk, og má nokkuð af því ráða, að þetta er ekkert smásmiði,
enda hefir höf. haft aðdrætti í hana hvaðanæva, að kalla má. Hann
hefir fyrst og fremst lesið og orðtekið mesta fjölda rita um flest, ef
ekki öll þau efni, sem ritað hefir verið um á íslenskn máli siðan um
aldamótin 1800, og reyndar ýmis eldri rit lika. Þá hefir hann og not-
að orðabækur og orðasöfn prentuð og óprentuð, og að því er sjerstak-
lega tekur til hins mælta máls, hafa söfn Björns Olsens einkum orðið
honum drjúgur stuðningur. En auk alls þessa hafa svo ýmsir menn
safnað orðnm og talsháttum og ýmist sent höf. sjálfum eða nú upp á
siðkastið Jóni adjnnkt Ofeigssyni, er sjer um útgáfu bókarinnar hjer.
Það ætti þvi að vera anðsætt þegar af þessn stutta yfirliti, að
bók þessi muni hafa margt það að geyma, sem ekki er að finna í hin-
um eldri orðabókum, enda er og svo; gegnir það furðu, hve margt er
hjer saman komið orða og talshátta mælts máls og ritaðs. Auðvitað
dettur engum í hug, og þá sist höf. sjálfum, að hjer með sjeu allar lindir
málsins þurausnar, og er slikt alt annað en tiltökumál, þar sem kalla má,
að nútíðarmál vort sje með öllu órannsakað, einkum mælta málið; og
vist er um það, að ekki hefir enn verið safnað til nokkurrar hlítar orð-
um úr einu einasta bygðarlagi.
Eramburður er sýndur á hverju isi. orði í bókinni, og er það
mikið hagræði erlendum mönnum, er hana nota. Vel getur verið, að
eitthvað megi að þessum framburði finna, og að sumir beri fram eitt
eða annað orð öðruvisi nokkuð, en sýnt er í bókinni. En hvað sem
um þetta er, má þó ekki gleyma þvi, að framburðurinn, eins og hann
•er sýndur þar, er framburður mentaðs íslendings á íslensku máli eins
og það er talað nú viðast hvar. Annars er ómögulegt að dæma um
þessa hlið orðahókarinnar, uns framburðurinn befir verið nákvæmlega
rannsakaðnr um alt land.
Dönskuþýðingar hinna islensku orða ern ágætar, að því er jeg
fæ sjeð; fer það að vonum, þvi að bæði er höfundur hinn mesti tungu-
málamaður, og sagður óvenjulega orðmargur á ýmsar eriendar tungur.
En auk þess hefir hann og auðvitað leitað til sjerfræðinga um þýðingu
ýmissa fræði(tekniskra)orða. Þá hefir höf. og lengi notið aðstoðar Jóns
adjunkts Ófeigssonar, sem hefir frá upphafi haft á hendi alla aðalumsjón
með útgáfunni hjer; munu þeir, sem þekkja lærdóm Jóns, dugnað hans
og samviskusemi, fara nærri um það, hvílík búningsbót orðabókinni hefir
-orðið að Btarfi hans. Og enn hefir magister Holger Wiehe farið yfir
helming bókarinnar í handriti og lagfært hinar dönsku þýðingar á stöku
stað. Hann litur og yfir þriðju próförk af bókinni.
Þá er enn eitt, sem þess er vert, að um það sje getið sjerstaklega:
Höf. hefir tínt saman alt það, sem hann hefir getað náð í af orðum, er
varpa ljósi yfir alþýðumenningu vora, leika, kreddur, hjátrú, verkfæri,