Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 215
■Skírnir]
Ritfregnir.
205
2. Brnðkaupskvæði á latínu til Brynjólfs byskups Sveinsuonar og
Margrjetar Halldórsdóttur eftir Sigfús rektor Egilsson. Prentað í
Khöfn 1643.
3. Minningarljóð á latinu (brot) um síra Magnús Jónsson á Mæli-
felli (d. 1662) eftir tengdason hans, síra Þorstein Jónsson á Svalbarði.
4. Minningarljóð á latínu eftir Jón Þorkelsson Yídalin (siðar)
byskup um föður sinn. Prentað i Khöfn s. a.
5. Minningarljóð á latínu eftir sama um Þorleif stúdent Gríslason
(á Hlíðarenda Magnússonar). Prentuð i Khöfn s. a.
6. Minningarljóð á latinu eftir sjera Vigfús Guðbrandsson á Helga-
felli um föður sinn, sira Gruðbrand Jónsson i Vatnsfirði (d. 1690).
7. Minningarljóð á grisku eftir Torfa Pálsson (siðar prest) um
Vigfús stúdent Jónsson. Prentuð i Khöfn 1695.
8. Minningarljóð á latinu, dönsku og islensku eftir Benedikt
Magnússon Beoh („Bened. Magni Sigurdius11), siðar sýslumann í Skaga-
firði, um Ingibjörgu Gisladóttur, byskupsfrú á Hólum (d. 1695). Prentuð
i Khöfn (ártalið rifið burt).
Vitanlega geta og komið siðar upp bækur, sem menn kunna ekki
•deili á eða taldar hafa verið glataðar, og er allt eftirlit með slíku hæg-
ara eftir að þessi skrá er komin út.
A höf. þakkir skyldar fyrir verkið frá öllum bókavinum og mennta-
mönnum, því að þeim eru slik rit sem þessi verulegur fengur. Er skrá
þessi ásamt skránni um 16. aldar bækur veigamesta ritið, sem út hefir
komið í Islandica-safninu, fyrir þá sök að hjer er tekið föstum tökum á
•litt könnuðu efni. Pdll Eggert Olason.
Islandisk Grammatik. Islandsk Nutidssprog af Valtýr Guð-
mundsson. Kebenhavn. H. Hagerups Eorlag 1922.
Þetta er að ýrasu leyti merkileg málfræði (hljóðfræði og beygingar-
fræði) islenzkrar tungu vorra tíma. Hún er rúmar 170 bls. í 8 blaða
broti og að auki orðaregistur meira en 20 síður, þar sem talin eru upp
öU þan islenzk orð sem nefnd eru i beygingafræðinni, en þvi miður ekki
hin sem nefnd eru i hljóðfræðinni, sem er skaðlegur sparnaður. Vissu-
lega er bókin þörf fyrir Noröurlandabúa, er læra vilja tuugu vora til
hlítar. En þótt hún sé þarfleg bók, þá finn jeg samt allmargt viö
hana að athuga.
Mjög óviðfeldið er það hjá höf. þarna i formálanum að segja að
fornar orðmyndir og orð í nútiðarritum sjeu lán (= tökuorð) frá fornmál-
lnn) öldungis eins og þar væri um allt annað tungumál að ræða. Eru
þú t. d. orðin: brynja, björn, langskip, lögsögumaður, fura, víking-
ur s. frv. réttnefnd lánsorð? Ekkert af þessu er til á Islandi nú og
hefir sumt aldrei verið, en þó dirfist jeg að neita því að þetta séu
iökuorð og bæti því við, að lærðir menn eigi ekki að koma með slikt
kjal. Jeg efast um að Dönum sé nokkur greiði gerður með þessu. 0g