Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 189
Skirnir]
Um faðerni Sverris konnngs.
179
skurð, Bem honum er eignaður, í fullkominni blindni, eða hanu
hefir vísvitandl stofnað kirkjuvaldinu í Noregi í voða. Ef hann
hefði gert það af þægð við keisarann, þá væri alt skiijanlegt. En
engum hefir þó enn þá komið til hugar að halda því fram. Hann
hlyti þvert á móti að hafa unnið þetta mikla fjandskaparverk við
kirkjuna í Noregi alveg ótilneyddur. Þegar slíkar sakir eru born-
ar á kaþólskan kirkjuhöfðinga, þá verður að styðja þær með gild-
ari rökum en þeim, sem hingað til hafa verið borin fram í þessu
máli. —
Loks má geta þess, að rúmum 20 árum eftir að Gunnhildur á
að hafa verið < Rómaborg segir Innocentius páfi III., að Sverrir
fullyrði >móður sinni til svívirðingar, að hann sje af
konunglegu kyni«. Það er auðvitað víst og satt, að Innocen-
tius hafði allan sinn fróðleik um Sverri frá hans stækustu fjand-
mönnum, biskupunum í Noregi. En þetta eru hin einustu orð eða
ummæli um ætterni Sverris, sem menn vita með vissu, að hafi
komið frá páfastólnum. Og áreiðanlega hefir Innocentius gengið
þess dulinn, að nokkur páfi eða preláti í Rómaborg hafi fjall-
að um þetta mál áður. — —.
Nú hefir verið sýnt fram á, að öll höfnðatriðin i frásögn Sverr-
is eru mjög svo tortryggileg. En þar að auki er frásögnin at-
hugaverð að mörgu öðru leyti. Hvers vegna er t. d. ekki greint
frá þv/, hvar þau hafi kyntst, Sigurður munnur og Gunnhildur?
Og hvers vegna er fæðingarstaður Sverris ekki nefndur? Þessi at-
riði eru ekki lítilsverð. Sigurður konungur var hinn mesti laus-
Ungarmaður og fór ekki dult með kvennamál sín. Það eru því
mikil likindi til, að á þeim slóðum, sem fundum þeirra Gunnhildar
hafði borið saman, hafi margir verið lífs, sem vissu um kunning-
skap þeirra, þegar Sverrir kom til Noregs 24 árum siðar. Hins-
vegar gat auðvitað verið bráðhættulegt að nefna nokkurn ákveðinn
stað, ef alt var eintómur uppspuni. Hjer er þv< þögn sögunnar
mjög ískyggileg. Hjer er öllu drepið á dreif og allar upplýs-
ingar svo ófullkomnar og ófullnægjandi, að ekki má hönd
á festa.
í samanburði við það, sem nú hefir verið rætt um, er það
ekki nema Ktilfjörlegt ranghermi, að sagan segir, að Sverrir hafi
^erið sendur til Hróa »biskups« í Færeyjum, þegur hann var 5
ára gamall. Sagan telur Sverri fæddan h. u. b. 1151, en íslensk-
ir annálar herma, að Hrói hafi ekki orðið biskup fyr en 1162. En
Hrói getur vel hafa haft annað embætt: < eyjunum áður en hann
12*