Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 187
Skírnir] Um faðerni Sverris konungs. 177
biskup hafi fyrst fengið að vita sannleikann eftir aS Gunnhildur
kom frá Rómaborg.
Hvorugt þessara atriSa, sem nú hafa veriS nefnd, eru til þess
fallin aS vekja traust á staShæfingum Sverris um faðerni sitt. Og
þá er frásögnin um ferð Gunnhildar til Rómaborgar, og um það, sem
á að hafa gertst í þeirri ferð, heldur en ekki tortryggileg. L. Daae
hefir jafnvel tilhneigingu til þess að rengja það með öllu, aS
Gunnhildur hafi nokkurn tíma til Rómaborgar farið, — hún, ekkja
kambasmiðsins, hafi að líkindum verið fátæk, en suðurgangan all-
kostnaðarsöm. Ennfremur hafi pílagn'msferðir verið fremur sjald-
gæfar á þeim tima frá Noregi til Rómaborgar, — menn hafi farið
beint til landsins helga, enda var þá krossferðahreyfingin sem
öflugust í álfunni. Þessi mótbára er þó ekkí mikilsvirði. Vitan-
lega er það ekki ósennilegt, að norsk kona, þótt fátæk væri, hafi
ráðist til RómaferSar, sjerstaklega hafi hún þurft að ljetta byrði
af samvisku sinni. AS minsta kosti mætti tína til nokkur dæmi
frá þessum tíma um íslenska menn, sem gengu suður. En hitt,
sem sagan segir aS gertst hafi í Rómaborg, er allsendis ótrúlegt.
í fyrsta lagi var það miklum vandkvæðum bundið fyrir norræna
nnenn að ganga til skrifba í Róm um þessar mundir, þvf að þá
voru ekki enn þá skipaðir þar skriftafeður (poenitentlarii) fyrir
Norðurlönd. Þeir þurftu því að hafa túlk við skriftagönguna ef
þeir töluðu ekki sjálfir latínu. Fr. Paasehe, sem reynir af öllum
mætti að verja frásögn Sverris sögu og gera hana trúlega, hefir
bent á, að vel megi vera aö einhver norrænn klerkur hafi verið
naeð í förinni og hafl hann verið túlkur við þetta tækifæri. Satt
það, en þá vakna nýjar spurningar. Hvers vegna er ekki getiS
ucn þann klerk í sögunni? Kom hann ekki aftur til Norðurlanda?
Q&t Sverrir með engu móti náS til hans? Hann hefði þó verið
eitt hið merkasta höfuSvitni 1 málinu, og engin hefði getað stutt
tramburð Sverris kröftugar en hann. En sagan þekkir hann ekki,
veit ekkert um hann, og getur hann því ekki orðið frásögn henn-
ar til stuðnings.
En allra ótrúlegast er þó það, sem sagan segir um afskifti
Pafans af málinu. Framburður umkomulausrar, norrænnar iðnað-
armanuskonu á að hafa haft þau áhrif á hinn heilaga föður,
að honum þótti ekki hjá sitjandi, heldur greip sjálfur í taumana.
Hjer er nú talsvert margt að athuga. Samkvæmt lögum kaþólsku
kirkjunnar getur skriftafaðirinn ekki tekið það upp hjá sjálfum
sJer að segja neinum frá því, sem honum er birt í skriftastóln*
12