Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 181
Um faðerni Sverris konungs.
Eftir Árna Pálsson.
Sverria saga segir svo frá, að þá er Birkibeinar fur.du Sverri
■á Vermalandi og skoruðu á hann, að hann gerðist höfðingi þeirra,
!þá hafi honum ekki þótt fýsilegt að bindast fyrir mál þeirra. Taldi
hann á því óll tormerki, og þá auðvitað fyrst og fremst ríki og
vinsaddir þeirra feðga, Erlings jarls og Magnúss konungs, en vesæld
og ráðleysi Birkibeina. »En jeg er maður fjelítill og yður ókunn-
ur. Megi þjer svo mæla, ef yður mislíka mín ráð, að þjer vitið
ógjörla, hverjum þjer þjónið«. Og nokkru síðar í ræðunni víkur
hann aftur að hinu sama: »Veit og engin mína ætt, ganga allir
þess duldir, nema það eina. er jeg segi einn saman«. — Svo fór,
sem kunnugt er, að Sverrir tók við hinum fámenna og úrræðaiausa
ílokki og braut síðan undir sig allan Noreg og gerðist einn hinn
stórráðasti, vitraBti og víðfrægasti höfðingi, sem nokkru sinni hefir
ríkjum ráðið á Norðurlöndum. En þó er það jafnsatt enn í
dag 8em í upphafi, að enginn veit ætt hans. í því
■efni hafa menn það eitt við að styðjast, sem hann sjálfur sagði
<inn s a m a n.
Svo sem kunnugt er ritaði Karl ábóti JónBson fyrri hluta Sverris
•sögu »með fullu vitorði sjálfs Sverris konungs og hann fyrir sagði,
hve rita skyldi eður hvernig setja skyldi«. Það er og vafalaust
‘Karl ábóti, sem bætti seinni hlutanum við síðar úti á íslandi. Sá
hluti sögunnar er ritaður nákvæmlega í sama anda og með sama
stíhmáta sem hin fyrri, og það eitt skilur, að hjer er farið miklu
fljótara yfir sögu og frásögn öll ónákvæmari en í fyrri hlutanum.
Er það og ekki undarlegt, því að þótt Karl ábóti hafi vafalaust
leitað til hiuna bestu heimildarmanna, sem kostur var á, þá hefir
þó vitanlega enginn þeirra getað jafnast við Sverri konung sjálfan.
Margt er merkilegt um Sverri, en þó er þetta ekki síst. að í hans
•höndum verður alt að vopni. Hann sigraði fjandmennina ekki