Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 87
'Skírnir]
Halldór Kr. Friðriksson.
77
óbifanlegt traust, og haun talinn allra manna raunbestur. Þá er
einhver skólapiltur hafði gjörst brotlegur, og í nauSirnar rak, þá
var það taliS þrautaráðið að leita á náðir yfirkennarans, tjá honum
alla málavöxtu og biðja hann ásjár. Með þeirri aðferð þótti mál-
inu best borgið, enda varð og sú reyndin á, að oftast varð furðu
lítið úr sökinni, og sljettað yfir misfellurnar, svo að lítið bar á.
Halldór yfirkennari Friðriksson átti sannarlega skilið virðingu
lærÍBveina sinna bæði sem stjórnandi og kennari og fyrir mann-
kosta sakir.
Hann var sjálfur manna skylduræknastur og því ekki að
undra, þótt hann gengi rítt eftir því, að lærisveinar hans ræktu
skyídur sínar, og harðorður var hann, er hann fann misbrest á því,
en aldrei vissi jeg til að ávítur hans væru að ástæðulausu, nje að
hann gerði sjer mannamun.
Osanngjarnt er að áfellast hann fyrir þá kensluaðferð, að
hann ljet lærisveinana þráendurtaka málfræðisreglur, svo að þær
festust betur í minni nemendanna. Líka aðferð höfðu allir hinir
bestu kennarar skólans, og hefir þeim eigi verið fundið slíkt til
foráttu. En engum þeirra tókst betur en honum að beica þeirri
aðferð. Meiri en meðal glópur eða letingi hlaut sá að vera, sem
gat komist undan að iæra eitthvað hjá Halldóri Friðrikssyni. —
Jeg efast ekki um, að allflestir af lærisveinum hans muni minnast
hans á sama hátt og jeg, að hann hafi verið einn af ágætustu
kennurunum, sem vjer höfum átt. Oss, lærisveinum hans, þótti
bann stundum ekki sem mjúkmálastur, en hitt gat fáum af oss
dulist, að bak við hörkuna bjó velvild, og hlýleikann skorti ekki
heldur þar sem hann fann, að yls var þörf.
Höfundur endurminningabókarinnar bætir inn í lýsinguna á
Halldóri yfirkennara Friðrikssyni ýmsum ógeöslegum ummælum
og dómnm, sem hann ber aðra fyrir: »Þótti því ekki altaf« —
»og sögðust piltar oft sjá«, o. s. frv. Einkarhentugt orðalag og
þaulreynt þegar hörgull er á sannindum! En hver vill nú standa
við þessi ummæli og þessa dóma?
En hversu ógeðslegir sem dómarnir eru um Halldór yfirkenn-
ara Friðriksson í endurminningabók dr. Þorvalds Thoroddsens, þá
mun s&nnast, að hróður Halldórs Friðrikssonar mun vaxa æ meir,
og hvenær sem sönn saga verður rituð, mun hans minnst sem eins
af hinum mestu ágætismönnum þjóðar vorrar.