Skírnir - 01.01.1932, Page 7
Hugsun.
Eftir Guðm. Finnbogason.
Eins og flest önnur orð málsins, notum vér orðin
hugsun og að hugsa í ýmsum merkingum. Vér segjum um
mann, að hann sé að hugsa, þegar hann lætur hugann
reika eftir því sem verkast vill, svo sem í dagdraumum,
er ein hugmyndin rekur aðra, án þess að maðurinn geri
sjálfur neitt til að stýra hugrenningum sínum, eða stefni
vísvitandi að neinu ákveðnu marki. Vér köllum það hugs-
un, þegar einhver atburður vekur ósjálfráðar hugrenningar,
er spinnast út af honum sjálfkrafa, eins og t. d. hugrenn-
ingar Ólafs í sögunni »Vonir«, þegar Helga hans er hlaup-
in frá honum. Og vér köllum það hugsun, þegar maður er
að reyna að leysa ákveðið viðfangsefni, sem honum liggur
ekki í augum uppi, hvernig hann eigi að fara að, eins og
þegar maður við próf fær nýtt og erfitt reikningsdæmi.
Slika hugsun köllum vér rökhugsun, og um hana ætla eg
nú sérstaklega að ræða.
Hugsanir geta verið mjög margvíslegar, hvort sem þær
streyma ósjálfrátt, eða vér stýrum þeim að ákveðnu marki.
Vér getum hugsað um hlut, án þess að skynja hann sjálf-
an og án þess að nokkur mynd af honum komi í hugann,
og getum þó verið hárvissir um það, hvað vér meinum.
Vér getum hugsað um 100 miljóna sterlingpunda seðla, þó
að vér aldrei á æfi vorri höfum séð enskan pundseðil, né
mynd af honum, vér getum hugsað um miljónta hluta úr
millimetra, þó að ekkert auga geti greint slíka stærð. Vér
1