Skírnir - 01.01.1932, Side 8
2
Hugsun.
|Skírnir
getum hugsað um síhreyfivél — perpetuum mobile — og
skilið vel, hvað það orð táknar, þótt engum hafi tekizt né
liklegt sé að nokkrum takist að búa slíka vél til. Og fjöldi
manna getur hugsað hið sama um sama efni — meint hið
sama, þótt þær myndir, sem í hugann koma, séu gjörólíkar.
Einn heyrir t. d.: »Cinq et cinq font dix«, annar: »Funf
und fiinf sind zehn«, þriðji: »Five and five are ten«, fjórði:
»Fimm og fimm eru tíu«, en hugsa þó allir hið sama,
meina hið sama, og það þótt einn ef til vill sjái fyrir sér
tölurnar, annar hafi hljóminn af orðunum í huga, þriðji hafi
aðeins aðkenningar af talhreyfingum, og fjórði geti ef til
vill ekki lýst því, hvað fram fer í huga hans. Mikið af hug-
leiðingum vorum um hlutina fer þannig fram, án þess að'
skynmyndir eða hugmyndir af þeim komi fram í hugann;;
vér getum reiknað fjölda dæma um krónur og aura, um
metra eða millimetra, um stundir og mínútur, án þess að
sjá í huganum glampa á eina einustu krónu, eða hilla undir
mælikvarðann, eða gera oss grein fyrir, hve lengi mínútan
er að líða. Þó erum vér aldrei í efa um, að vér meinum
krónur, þegar vér tölum um krónur, minútur, þegar vér
tölum um mínútur, o. s. frv. Vér höfum á tilfinningunni,.
að hugsanir vorar eiga við þennan hlut og ekki annan,.
tákna hann, benda til hans, og að það kemur í sama stað
niður og þótt vér sæjum hann eða þreifuðum á honum.
Vér getum ekki aðeins hugsað um hluti, heldur og um
eiginleika þeirra eða ástand, vér getum ekki aðeins hugs-
að um bláan hlut, heldur og bláma yfirleitt, vér getum
ekki aðeins hugsað um reiðan mann, heldur og um reið-
ina, eins og meistari Jón í sínum fræga »reiðilestri«, og vér
getum vel vitað, hvað reiðin er, án þess að reiðast af
hugsuninni um reiðina, vér getum hugsað um þreytu, án
þess að vera þreyttir, o. s. frv.
Hugsanir vorar geta átt við eitthvað einstakt, eins og
t. d. þegar vér hugsum um Snorra Sturluson eða kvæðið
»ísland farsælda frón«. Þær geta átt við flokk, eins og
þegar vér hugsum um söguritara eða kvæði yfirleitt, og
þær geta átt við einhvern eiginleika út af fyrir sig, án til-