Skírnir - 01.01.1932, Page 9
Skíinir]
Hugsun.
3
lits til þeirra hluta, er hafa hann, eins og þegar vér töl-
um um þunga, hita, heidur, o. s. frv.
Þegar vér hugsum með þeim hætti, er eg nú nefndi
dæmi til, þá beitum vér hugtökum. Hugtök, sem eiga við
einn einstakling og enga aðra, gætum vér kallað eintœk
hugtök, hugtök, er eiga jafnt við alla einstaklinga einhvers
flokks, gætum vér kallað samtœk hugtök, því að þar má
taka alla einstaklingana sama taki, hugurinn þarf ekki að
breyta um tak, er hanri hvarflar frá einum til annars, sama
takið á við þá alla. Og loks gætum vér kallað þau hug-
tök, er eiga við einhvern sérstakan eiginleika, sértœk hug-
tök, því að hugurinn tekur þá eiginleikann sér, eins og
greinir hann frá þeim einstaklingum, er hann birtist í, og
fer með hann sér á parti.
En hvað eru þá þessi hugtök?
Af því, sem áður er sagt, þá er auðsætt, að hugtökin
eru ekki sama sem myndir af þeim hlutum eða eiginleik-
um, sem vér hugsum um. Auðvitað fylgir eintœku hugtaki
oft ineira eða minna ljós hugmynd af hlutnum. Ef eg t. d.
hugsa um skrifborðið mitt, þá er það eintækt hugtak. Hug-
takið á við þennan sérstaka hlut og engan annan. Og
venjulega mundi eg, þegar eg hugsa um það, sjá það all-
skýrt fyrir mér í huganum. En sú mynd er þá svo sem
tekin frá einhverri sérstakri hlið, líkt og þegar eg lít á
það í stofunni minni. Þessi hugmynd getur ekki verið sama
sem hugtakið »skrifborðið mitt«, því að hugtakið á við
skrifborðið frá hvaða hlið sem það er skoðað. Það á við
það eins og það lítur út í hvaða birtu sem er. Það á við
það með öllum þess eiginleikum, þektum og óþektum, með
kvistum, sem kunnu að leynast inni i miðri plötunni, þótt
enginn viti að þeir séu þar, hvað þá annað. Auðsætt er,
að engin mynd í rnínum huga né annara grípur yfir alt
þetta. Enn augljósara er, að engin einstök mynd getur
verið af því, sem táknað er með samtœku hugtaki, eða
sértœku hugtaki. Hvernig ættum vér að sjá i huganum
mynd, sem væri í senn mynd af öllum hugsanlegum »þrí-
hyrningum«, stórum og smáum, jafnhliða og ójafnhliða,
1*