Skírnir - 01.01.1932, Page 10
4
Hugsun.
[Skirnir
rétthyrndum og öðru vísi hyrndum, o. s. frv., eða eina
mynd, eins konar sammynd, af öllum þeim tegundum
hunda, sem hugtakið »hundur« á við? Eða hvernig ættum
vér að hafa í huganum mynd af t. d. »hraða«, sem væri
mynd af öllum hugsanlegum hraða, hraða ljóssins jafnt og
hraða ullarlagðs, sem fellur á gólfið? Slíkt á sér engan
stað. Að vísu sjáum vér stundum í huga oss, er vér hugs-
um um slikt, einu eða fleiru bregða fyrir, er gæti verið
dæmi einhvers af því, sem hugtakið á við, en hugtakið
sjálft eru slíkar myndir ekki.
Hvað er þá hugtakið, fyrst það getur ekki verið mynd
af því, sem það á við eða táknar?
Það liggur eiginlega i orðinu sjálfu. Hugtak er það
tak, sem hugurinn tekur þá hluti, er vér hugsum um. Eins
og handtak er ekki hluturinn, sem tekinn er með hendinni,
heldur athöfn eða viðbragð likamans gagnvart hlutnum,
eins er hugtakið horf eða andsvar hugans við þeim hlut-
um, hugmyndum eða hlutföllum, er vér hugsum um. En í
hverju er þá þetta horf eða andsvar hugarins fólgið? Það
er meðal annars fólgið í þeim hreyfihneigðum eða athafna-
hneigðum, sem hluturinn vekur, og meðvitundinni um það
ástand, likamlegt og andlegt, er þeim fylgir. Það er fólgið
í þeim hugmyndum, sem eins og dragast til móts við hlut-
inn til að taka á móti honum og skýra hann fyrir meðvit-
undinni. Ef einhver heyrir t. d. orðið »pennastöng«, þá tek-
ur hugur hans öðru vísi við því en ef nefnt væri orðið
»hnífur«, og það þótt ekki kæmi nein mynd í huga hans
af pennastöng eða hníf. Orðið vekur sérstakt viðhorf, og
ef vér viljum gera oss nánar grein fyrir því, hvernig hug-
urinn horfir við þessu orði, þá mundum vér segja, að mað-
urinn, sem heyrði það og skildi, væri undir það búinn að
taka hlutinn, sem það táknar, sérstöku taki, grípa hann
öðru vísi, halda á honum og hreyfa hann öðru vísi, en
hvern hlut annan, sem ekki væri pennastöng, eða gæti
verið það. í þessu er það fólgið að skilja, hvað orðið
»pennastöng« merkir. Væri sagt »Federhalter« við mann,
sem ekki kynni eitt einasta orð í þýzku, þá mundi hug-