Skírnir - 01.01.1932, Page 11
Skírnir]
Hugsun.
5
ur hans taka allt öðru vísi við því en orðinu »penna'
stöng«. Hann mundi ekki skilja það, en skilningsleysið væri
i því fólgið, aö orðið vekur ekkert ákveðið horf frá hans
hálfu, hann er ekki fremur viðbúinn að gera eitt en annað
við þann hlut, sem orðið kann að tákna. Hann stendur
ráðalaus gagnvart því. Undir eins og hann fær að vita, að
»Federhalter« táknar sama og orðið »pennastöng«, þá seg-
ist hann »skilja«, og það horf, sem hugurinn áður hafði
gagnvart orðinu »pennastöng«, á nú eins vel við »Feder-
halter«. Orðið »pennastöng« táknar nú alla þá hluti, sem
hafðir eru til að festa penna í og skrifa með. Að sama
hugtak á við þá alla, merkir ekki annað en það, að eins
má fara með þá alla, að þessu leyti: það má skrifa með
þeim, sé penni festur í þeim. Nú getur það verið, að oss
vanti pennastöng í svipinn og leitum að einhverju, sem
vér gætum notað. Vér finnum t. d. blýant með hólk á end-
anum, og sjáum að festa mætti penna í hólknum. »Þarna
kemur pennastöng«, hugsum vér. Vér höfum þá heimfært
hlut, sem ef til vill engum hafði dottið í hug áður að telja
til pennastanga, undir hugtakið pennastöng, af því að vér
sjáum, að fara má með hann eins og pennastöng, hann
gerir sama gagn. Að hugurinn tekur hann sama taki og
pennastöng, verður til þess að höndin er viðbúin að fara
eins með hann. Hefðurn vér ekki heimfært hann undir hug-
takið, mundi höndin ekki hafa hreyft við honum. Hugtökin
stjórna athöfnum vorum. Þau eru byrjun til athafna. Auð-
vitað fer því fjarri, að öll hugtök leiði til ytri athafna, en
þau benda á þann veg, sem vér gœtum farið, ef vér vildum.
Auðsætt er, hve geysihaglegt það er, að hugurinn
getur tekið sama taki hvaða einstakling sem er af ein-
hverjum tilteknum flokki, svo að það, sem á við einn, eigi
jafnt við þá alla, að þegar vér t. d. höfum einu sinni lært
hugtakið 4 og hugtakið 5, þá getum vér rólegir reiknað
með þeim á sama hátt, hvaða 4 eða hvaða 5 hlutir, sem
táknaðir eru með þessum tölum. Vér vitum, að 4-f 5 verða
alltaf 9 og 4X5 alltaf 20.
Hugtökum mætti líkja við vegi, er kvíslast á vega-