Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 12
6
Hugsun.
|Skírnir
niótum hugsana og athafna. En sinn vegurinn er fyrir hvað,
eins og stundum í stórborgunum. Þar eru gangstigar, hjóla-
vegir, vagnavegir út frá torginu, þar sem öllu ægir sam-
am. Þar sem skynsamleg regla ríkir, fá hjólreiðarmenn ekki
að fara út á gangstígana eða vagnaveginn, né göngumenn
á hjólaveginn o. s. frv., enda stendur stundum með stórum
stöfum, þar sem hver vegur byrjar, fyrir hvaða flokk hann
er. En hvað er það, sem stjórnar fólksfjöldanum, svo að
hver fer þann veg, sem til er ætlazt? Það gera hugtökin.
Vegfarandinn lítur á veginn eða vegvísarann til að sjá,
hvort það er sá, sem honum er leyfilegur. Sé hann á hjóli
og standi þar skrifað: »Fyrir hjólamenn«. eða kannist hann
af útlitinu við veginn, stýrir hann óhikað inn á hann, að
öðrum kosti svipast hann um, þangað til hann finnur veg,
sem hann getur heimfært undir hugtakið hjólavegur. Hvert
hugtak er þannig tæki til að átta sig á því, sem fyrir ber
eða í hugann kemur, og um leið og vér finnum það hug-
tak, sem við á, eða þann hlut, sem vér getum heimfært
undir það hugtak, er vér höfum reiðubúið, þá hverfur hik-
ið og vér erum sem heima hjá oss, og vér vitum hvað við á.
En hvernig myndast þá hugtökin?
Því er stundum lýst þannig, að vér byrjum á því að
athuga marga einstaklinga sömu tegundar, greinum þau
einkenni, sem þeim eru sameiginleg, og tökum þau sér á
parti. Þessi sameiginlegu einkenni séu þá innihald hugtaks-
ins, og vér heimfærum síðan undir hugtakið alla þá ein-
staklinga, sem hafa þessi einkenni sameiginleg. En ef vér
litum á, hvernig hugsunin þroskast, bæði hjá börnum og
fullorðnum, þá sjáum vér brátt, að þetta er ekki aðalveg-
urinn. Hugtakið hundur, t. d., er ekki þannig til komið, að
barnið hafi fyrst athugað marga hunda, greint einkenni
þeirra, lit, stærð, vaxtarlag, tölu fótanna, tennur, háralag
o. s. frv., og síðan beint athyglinni að því, sem þeim er
sameiginlegt, svo sem að hafa fjóra fætur, tennur af ein-
kennilegri gerð o. s. frv., en sleppa hinum einkennunum,
sem eru mismunandi hjá ýmsum hundum, svo sem lit,
stærð, háralagi o. s. frv. Hugtak barnsins byrjar undir eins,