Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 13
Skirnir]
Hugsun.
7
þegar það kynnist fyrsta hundinum, sem það tekur eftir.
Hann hefir á það einkennileg áhrif, ólík þeim, sem aðrir
hlutir hafa haft, útlit hans, hljóðið, sem hann gefur frá sér,
hreyfingar hans, hvernig hann er að strjúka hann o. s. frv.,
festist smám saman i minni, barnið fer að kannast við
hann og breytir á sérstakan hátt í návist hans. Þessi kynn-
ing, með því viðhorfi frá barnsins hálfu, sem henni fylgir,
verður fyrsti vísirinn til hugtaksins hundur. Þegar það sér
•ókunnan hund, þá fellur sú mynd, ef svo má að orði kveða,
nokkurn veginn í sama far og það, sem hinn hundurinn
hefir eftii skilið í huga barnsins. Það væntir sér hins sama
af honum eins og hinum, hegðar sér eins við hann, kallar
hann »hund«, ef það hefir lært það orð um hinn, o. s. frv.
Ef til vill vekja önnur dýr í fyrstu sama viðhorf hjá barn-
inu eins og hundurinn. Það kynni að kalla hest »stóran
hund« eða kött »lítinn hund«, en er það ræki sig á, að
ekki dygði að fara eins að kettinum eða hestinum eins og
hundinum, með öðrum orðum, að sitt andsvarið á við hvert
þessara dýra, þá mundi það reyna að gera sér grein fyrir,
í hverju munurinn væri fólginn, og þrengja hugtak sitt um
hundinn meira en áður. Allar eftirvæntingar, sprotnar af
fyrri reynslu, er ekki koma heim við veruleikann, hverfa
þannig smátt og smátt, þegar reynslan rekur þær aftur.
Hafi barnið t. d. búist við því, að allir hundar væru svart-
ir, þá kennir reynslan því, að svo er ekki. Á þennan hátt
verður hugtakið smám saman bundið við færri einkenni en
áður, sem sé þau einkenni ein, er reynslan mælir ekki
í gegn.
Hugtök manna um sama hlut verða auðvitað mismun-
andi eftir reynslu þeirra og þroska. Auðsætt er, að hag-
kvæmast væri að hvert samtækt hugtak væri þannig, að
það ætti við alla þá hluti, er fara má eins með í einhverju
tilliti, en reynslan sýnir, að hugtök manna eru löngum ým-
ist of við eða of þröng. Það er of vítt hugtak að telja
hvali til fiska, sökum þess, að hvalir hafa sum einkenni,
er engir fiskar hafa, og vantar önnur, sem öllum fiskum
eru sameiginleg. Þess vegna má ekki vænta alls hins sama