Skírnir - 01.01.1932, Síða 14
8
Hugsun.
[Skínlir
af hvölum og fiskum. Það væri of vítt hugtak að telja
geitur til sauða. Það fengi sá að reyna, er færi í geitarhús
að leita ullar. Aftur virðist mér það t. d. vera of þröngt
hugtak, að telja þá eina verkamenn, er vinna líkamlega
vinnu, sem svo er kölluð, því að með því móti er það
eitt talið verk, sem unnið er aðallega með höndunum, og
þeir óbeinlínis taldir verkleysingjar, sem sitja með sveittan
skallan við að ryðja nýjar brautir hugsunarinnar. Það er
af of þröngu hugtaki, að allir þeir hafa stundum verið kall-
aðir guðleysingjar, er ekki heyrðu einhverjum sérstökum
guðstrúarflokki til; og saga trúarbragðastríðanna er eitt hið’
sorglegasta dæmi þess, hvað leitt getur af of þröngum hug-
tökum. Þegar sagt er: »Opnið þið kirkjuna upp á gátt, i
öllum lifandi bænum«, eða ráðið er til að gera þjóðkirkj-
una »rúmgóða«, þá er verið að berjast fyrir því að víkka
hugtak, en það gerist með því að fækka þeitn einkennum,
sem hugtakið er miðað við, velja einkenni, sem sameigin-
leg eru fleirum en hin, setn áður réðu hugtakinu. Sama
er um það, þegar sagt er, að allir menn séu »bræður«. Þá
er hugtakið »bróðir« ekki lengur bundið við það að vera
fæddur af sama jarðnesku foreldri, heldur litið svo á sem
allir séu börn hins sama föður á himnum. Og ekki þarf að
útlista það, hve miklum breytingum á heiminum slík víkk-
un á hugtakinu »bróðir« getur valdið. Bróðurhugtakinu
fylgir hneigð til sérstakrar breytni við þann, setn því er
beitt við, og hver sem í alvöru er talinn bróðir fær þvi hlut-
deild í því hugarfari og þeirri breytni, sem hugtakið vekur.
Eg hefi þá reynt að gera nokkra grein fyrir því, i hverju
hugtök eru fólgin, hvernig þau þróast, þrengjast eða víkka..
Þróun hugtakanna er árangur þess hugarstarfs, er vér köll-
um hugsun, og á hinn bóginn eru hugtök aðaltæki hugs-
unarinnar. Þegar vér hugsum, i þrengri merkingu, þá beit-
um vér hugtökum. Og að hugsa er fyrst og fremst í því
fólgið að bera saman, finna mismun og líking og þar með
ganga úr skugga um, hvaða hugtak eigi við í hvert skift-
ið, undir hvaða hugtök vér getum heimfært það, sem vér
erum að hugsa um. Réttu hugtaki fylgir rétt viðhorf, eða