Skírnir - 01.01.1932, Síða 15
Skírnir]
Hugsun.
9<
öllu heldur: rétt hugtak er fólgið í réttu viðhorfi, og vér
hugsum til þess að komast í rétt horf til hlutanna eða
hugmyndanna. En í hverju hugsanastarfið er fólgið, sjáum
vér bezt, ef vér athugum ákveðin dæmi, og vér skulum nú
athuga það, sem kalla mætti hugsun i þrengri merkingu,
eða rökhugsun, í mótsetningu við þá hugsun, er lofar hug-
myndunum að flakka eins og verkast vill.
Tökum t. d. söguna um Zadig, sem allir kannast við
(Lesbók handa börnum og unglingum II., bls. 98—101).
Hvort sem sú saga er sönn eða ekki, þá er hún ekki
ósennileg. Og enginn mundi neita því, að Zadig hefði
beitt rökhugsun. Vér skulurn því athuga, i hverju hugsun
hans er fólgin. Hún er í stuttu máli fólgin í því að þýða
nokkur merki, sem hann sér á förnum vegi: ýmisleg för,
rákir og rispur í sandinum með tilteknu millibili, minna
ryk á einum trjástofninum en öðrum, nýfallin lauf, ofurlítill
gullslitur á einum steini, silfurslikja á öðrum. Þetta er í
rauninni allt og sumt, sem hann gat séð með augunum, og
þó reyndar ekki einu sinni þetta allt, því að sjónin sjálf gat
ekki sagt honum, hvað var sandur, steinn, trjástofn, gulls-
litur o. s. frv. Um leið og hann kannast við, að eitthvað
sé sandur eða trjástofn t. d., þá fær sjónarskynjan hans
þýðingu eða merkingu, sem upphaflega er ekki í henni
sjálfri fólgin, heldur er árangur reynslunnar. Vér getum nú
gert ráð fyrir, að hver fullorðinn, alsjáandi maður hefði
getað séð þessi merki, sem Zadig sá, að minnsta kosti ef
honum hefði verið bent á þau, séð rákir í sandinn, minna
ryk á einum stað en öðrum o. s. frv., og þó hefðu þessi
hin sömu merki ekki sagt nema sárfáum sömu söguna og
þau sögðu Zadig. Eitt er að sjá merkin og kannast við
þau hvert út af fyrir sig, annað að sjá, hvernig á þessum
merkjum stendur, gera sér orsakir þeirra ljósar. Það var
þetta, sem Zadig gerði. Hann sér dýraspor í sandinum, þ. e.
hann sér einkennileg mót eða för í sandinn, og dettur í
hug, að þau séu eftir dýr, þýðir þau sem dýraspor, heim-
færir þau undir hugtakið »dýraspor«. Þetta er byrjunin..
Næst er að vita, hvaða dýr þarna hafi gengið. Hann segir,