Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 16
10
Hugsun.
[Skirnir
að auðséð hafi verið að það var lítill hundur. En til þess
að það væri honum auðséð, varð hann í fyrsta lagi að
vita, hvernig hundsspor eru í lögun, og í öðru lagi, hve
stór þau gætu verið. Hvort tveggja varð að byggjast á
reynslu. Og nú er vert að gæta þess, að þýðingin á öll-
um hinum merkjunum sprettur af hugsuninni um það, að
þarna hafi hundur gengið. Hann hugsar sér, að hundurinn
sé valdur að hinum öðrum ummerkjum, er slóðinni fylgdu,
og spyr sjálfan sig, hvernig hundurinn hefði orðið að vera
vaxinn og í hvaða ástandi, til þess að öll merkin væru
eðlileg afleiðing af því. í hugleiðingum sínum um það
verður hann að styðjast við það, sem hann af reynslu
sinni veit um sköpulag hunda. Hann má t. d. ekki skýra
rispurnar við framfótasporin þannig, að þær séu för eftir
eyrun, nema því aðeins að hann viti, að svo eyrnalangir
geti hundar verið.
Um hestinn gegnir alveg sama máli. Skeifuförin vekja
hugmyndina um hest, sem þarna hafi gengið. Og hann
skýrir öll ummerkin, sem förunum fylgja, út frá þeirri hug-
mynd, hugsar sér, að hesturinn hafi sópað burt rykinu,
felt niður laufin o. s. frv. Hann notar mælingu til þess að
finna, hve hár hesturinn hafi orðið að vera, til að fella
niður laufin, eða hve langt taglið, til að sópa rykinu af
trjástofnunum. Slíkar mælingar hefði hann ekki gert, ef
hann hefði ekki viljað ganga úr skugga um það, hvort til-
gátan um það, að hesturinn væri að þessu valdur, gæti
verið rétt. Hann styðst hér eins og í fyrra dæminu við
það, sem hann áður veit um viðfangsefnið.
í rökhugsun Zadigs getum vér, ef vér gáum að, greint
4 stig. 1. athugun, hann sér far í sandinum; 2. heimfœrsla
undir ákveðið hugtak (hundspor, skeifufar); 3. greinargerö
þess hvað í þessu hugtaki felist eða af því leiði; 4. sam-
anburður á öllum hinum ummerkjunum og því, sem hug-
takið felur í sér, til þess að sjá, hvort allt kemur heim.
Þessi stig má greina meira eða minna skýrt i allri rök-
hugsun.
Auðsætt er, að hugsun Zadigs fræddi hann um hluti,