Skírnir - 01.01.1932, Page 17
SkírnirJ Hugsun. 11
sem hann gat ekki séð í svipinn, sagði honum sögu um
atburði, sem hann vissi ekki áður, atburði, sem voru
gengnir um garð. Aðferð hans er nákvæmlega hin sama
og vísindamannsins, sem af einkennilegum rispum á klett-
um ræður það, að þar hafi fyrir óralöngu jökull gengið yfir
landið, eða ræður það af einkennilegu fari eða móti í leir-
lögum, hvaða jurla- eða dýrategundir hafi lifað á jörðunni
-á fyrri jarðöldum.
Eg sagði, að dæmið um Zadig sýndi sömu hugsunar-
aðferð og vísindamennirnir beita. Newton hafði t. d. látið
sólargeisla fara gegnum glerstrending, og kom þá fram
Ijósband, svipað regnboganum, sömu litir og i sömu röð
og þar. Þetta var athugun. Newton dettur nú í hug, að
sólarljósið muni vera samsett af mismunandi, einföldum
geislum, er greinist að við það að fara gegnum glerstrend-
inginn. Og nú hugsar hann sér, hvað af því leiði, ef þessi
tilgáta sé rétt; hann sér, að ef þetta sé rétt, þá ætti hver
sem væri af þessum geislum, t. d. gulur geisli, ekki að
greinast að á ný við áð fara enn þá í gegnum glerstrend-
ing, heldur koma óbreyttur út úr honum aftur. Hann gerir
tilraun með þetta og það kemur heim. — Annað dæmi:
Galilei rakst af hendingu á það, að vatn verður ekki leitt
í venjulegri dælu hærra en 33 fet. Honum hugkvæmdist,
að orsökin til þess að vatnið stigi í dælunni væri þrýst-
ingur loftsins á vatnsflötinn og að loftþrýstingurinn væri
nægur til að koma vatnsúlu svona hátt i loftlausu rúmi,
en ekki hærra. Torricelli lærisveinn hans fer nú að hugsa
um, hvað af þessari skoðun leiði, og hann ályktar, að þar
sem kvikasilfur sé nálega 14 sinnum jiyngra en sama rúm-
mál af vatni, þá ætti loftþrýstingurinn að lyfta þvi hérum-
bil 14 sinnum lægra en vatninu, og hann gerði tilraun, er
sýndi að þetta var svo. Þar með var loftvogin fundin. En
Pascal dró nýja ályktun af kenningunni. Hann sá, að væri
loftþrýstingurinn orsök þess að kvikasilfrið stígur í loftvog-
inni, þá ætti loftþrýstingurinn að minnka því meir sem
hærra drægi yfir sjáfarflöt og loftvogin því að sýna minni
loftþunga á tjöllum en við sjó á sama tima. Hann lét