Skírnir - 01.01.1932, Page 18
12
Hugsun.
[Skírnir
því fara með loftvog upp á fjall, og hugsun hans reynd-
ist rétt.
Vér sjáum, að aðferðin er altaf sjálfri sér lík. Fyrst at-
hugun, þá heimfærsla til bráðabirgða undir eitthvert hug-
tak eða lögmál, þá að gera sér ljóst, hvað af þessu hug-
taki eða lögmáli leiði, og loks ný athugun og samanburð-
ur, til að ganga úr skugga um, hvort tilgátan, bráðabirgð-
arheimfærslan sé rétt, komi heim við reynsluna. Allt byrjar
því og endar á athugun. Hugsunin er brúin, er tengir at-
huganir saman, kemur þeim í samræma heild. En það er
hugkvæmdin, tilgátan, sem leiðir til nýrra athugana og þar
með nýrrar þekkingar, og þar sem tækifærið til nauðsyn-
legra athugana kemur sjaldan af sjálfu sér upp í hendurn-
ar á manni, þá er ráðið, að gera tilraunir. En vísindaleg
tilraun er ekki annað en athugun, þar sem maður velur
sér aðstæðurnar sjálfur, þannig að maður fái ákveðið svar
við ákveðinni spurningu.
Rökhugsun er því aðferð til að leiða nýja þekkingu aí
þeirri, sem þegar er fengin. Vér sjáum það ef til vill enn
betur, ef vér tökum nú dæmi úr alt annari átt en þau,
sem eg þegar hefi tekið. Gerum ráð fyrir, að maður, sem
kynni fjórar höfuðgreinir reikningsins í heilum tölum og
brotnum og þekti einföldustu flatarmyndir, svo sem fern-
ing, ýmis konar ferhyrninga, þríhyrning o. s. frv., fengi það
verkefni að finna reglur til að reikna út flatarmál slíkra
mynda. Um flatarmál vissi hann hins vegar ekki annað en
það, að flötur væri mældur í tilteknum flatareiningum, t. d..
fersentimetrum, og hann vissi hvað flatareining er. Gerum
ráð fyrir, að hann byrjaði á því að hugsa um flatarmál
ferningsins. Hann dregur upp mynd af ferningi á blað.
Hann hugsar með sér, að takist honum að finna aðferð til
að reikna út flatarmál þessa fernings, þá geti hann eins
reiknað flatarmál annara ferninga, því að sama hugtak og
þar með sama aðferð eigi við þá alla. En nú er að finna
aðferðina. Hann reynir að gera sér verkefnið sem ljósast,
það var að finna mælingaraðferð. Honum dettur í hug,
hvernig línur eru mældar; að mæla er að finna, hve rnörg-