Skírnir - 01.01.1932, Side 20
14
Hugsun.
ISkirnir
ur þrautin sú, að láta sér hugkvæmast, að þríhyrningurinn
sé helmingur samsiðings. Undir eins og sú hugsun er kom-
in, þá er auðsætt, að flatarmál hans finst með því að finna.
lengd hæðar og grunnlinu, margfalda þær saman og deila
með tveimur.
Galdurinn við alla rökhugsun er sá, að finna rétta
sjónarmiðið, hvernig á að lita á hlutinn, svo að hægt sé
að heimfæra hann undir það, sem maður þegar veit, t. d..
líta á ferninginn sem cm breiðar ræmur hverja við hliðina
á annari, á samsíðinginn sem mynd, er jafngildi rétthyrn-
ingi, á þríhyrninginn sem helming samsíðings o. s. frv. Að'
heimfæra hið nýja undir hið gamalkunna og sjá, að hverju
leyti má fara eins með það — það er að hugsa rökvíslega.
Maðurinn, sem eg tók til dæmis, lærir af sjálfum sér
þær setningar flatarmálsfræðinnar, er eg greindi, leiðir þær
út af þvi, sem hann vissi áður, eykur þannig þekkingu sína
og getur þar með það, sem hann gat ekki áður. Sömi>
setningar hefði hann getað lært þannig að fá þær eins og
þær eru frá öðrum, án þess að skilja, hvernig á þeim>
stæði. Hann gæti þá reiknað með þeim engu að síður, á
meðan hann myndi þær. En gleymi hann þeim, stendur
hann ráðalaus. Hann er eins og vél, sem eitt hjólið er týnt
úr, eða eins og tröllskessan í æfintýrinu. Hún geymdi aug-
un hversdagslega á þræði uppi í eldhúsrótinni. Þegar hún
þurfti þeirra, sagði hún: »Augun mín á þræði, inn í haus-
inn bæði.« En einu sinni komu þau ekki. Strákur hafði
stolið þeim. Og nú var hún blind. Hinn, sem kann að
hugsa, getur hve nær sem hann vill fundið þessar setn-
ingar á ný, hann hefir fundið þær áður með umhugsun og
getur fundið þær á sama hátt aftur. Hann hefir sálarsjón-
ina alltaf með sér, henni getur enginn strákur stolið frá
honum. Það er munurinn á pví, að geta hugsað sjálfur, og
hinu, að geta aðeins endurtekið annara hugsanir, þegar
þær eru viðlátnar.
En hvernig á þá að efla þennan dýrmæta hæfileika til
að leiða nýja þekkingu af þeirri, sem þegar er fengin,
hæfileika, er breytir hverju baugabroti reynslunnar í eins.