Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 21
Skirnir]
Hugsun.
15
konar Draupni, er 8 hringar jafnhöfgir drjúpa af níundu
hverja nótt?
Vér höfum séö, að hugsun sprettur upp af athugun,
og endar venjulega í nýjum athugunum, sem gerðar eru
til þess að prófa eða færa sönnur á einhverja tilgátu, sem
átti að skýra fyrstu athugunina. Það er þá auðsætt, að
hugsunin kemur því aðeins að haldi, að grundvöllurinn sé
réttur. Ef ummerkin, sem Zadig sá í skóginum, hefðu öll
verið missýningar, sprotnar af rangri eftirtekt, þá voru
hugleiðingar hans um hund eða hest, sem þar hefði geng-
iö, staðleysa ein. Brúin hékk í lausu lofti. Ef Galilei hafði
missýnzt, að dælan kæmi ekki vatninu hærra en 33 fet, þá
hefði ályktun Torricelli, að hún kæmi kvikasilfri ekki hærra
en 29—30 þumlunga, ekki reynzt rétt o. s. frv. Fyrsta skil-
yrði þess, að hugsun komi að haldi, er þá það, að athug-
anirnar séu réttar, því að þær gefa henni viðfangsefnið,
sem hún á að skýra eða leysa. Annars getur svo farið, að
menn séu að brjóta heilann um skýringu á því, sem ekki
á sér stað. Vér athugum bezt, þegar vér athugum í sér-
stökum tilgangi, til þess að leysa úr ákveðnu verkefni,
sem ekki verður leyst án þess. Darwin sagði, að enginn
athugaði vel, nema hann væri fullur af tilgátum. Það er
af því, að mann langar til að finna það, sem styrkir eða
sannar tilgátuna. Athugun verður þá fyrst skörp og áreið-
anleg, þegar hún er rannsókn, en í orðinu rannsókn felst
jafnframt umhugsun. Vér segjum ekki um mann, að hann
sé að rannsaka eitthvað, nema hann sé að virða eitthvað
fyrir sér frá sérstöku sjónarmiði, til að fá úrlausn á ákveðn-
um spurningum. Upphaflega þýðir rannsókn húsleit, helzt
þjófaleit i húsi, og allir vita, að til slíkrar leitar er vand-
að og að þar er ekki leitað út í bláinn, hefdur að ákveðn-
um hlutum. Að kenna mönnum að athuga sjálfum og kenna
þeim að hugsa sjálfum verður að haldast i hendur. Hugs-
unin sækir efnið til athugunarinnar, og frjófgar aftur at-
hugunina sjálfa og leiðir til nýrra athugana. Þar er stöðug-
samvinna, eins og milli bogans og strengsins. Ef annað
brestur, er hitt ónýtt. En hve mikið sem reynt er að styðj-