Skírnir - 01.01.1932, Side 23
SkírnirJ
Hugsun.
17
mitt hún, sem kennarinn á að kveikja og efla. Og það
verður aðeins með því móti, að spurningin, sem vaknar í
sál nemandans, verði honum hvöt til að svara henni sjálf-
ur. Þá fyrst byrjar sjálfstæð hugsun, rökhugsun, er leiðir
þá þekkingu, sem að er leitað, út af þeirri, sem þegar er
fengin, á þann hátt, er eg hefi verið að skýra með dæm-
um. Vér lærum að hugsa á því að hugsa, eins og vér lær-
um hvert annað verk á því að vinna það sjálfir. Kennar-
inn verður að ganga úr skugga um það, að nemandinn
hafi það, sem hann þarf, til þess að geta leyst úr verk-
efninu. Hann fær honum ullina, en lætur hann spinna hana
sjálfan, þ. e. hann fær honum efnið, ef hann getur ekki
aflað sér þess sjálfur með athugun. Eg hlustaði einu sinni
á kenslu í náttúrufræði. Kennarinn spurði, hvernig fram-
tennur manna væri í laginu. Barnið hugsaði sig um og
þuldi svo það, sem stóð í bókinni — um jaxlana. Og nú
■göptu öll börnín í kring, svo að skein í hvítar tennurnar.
Hefði barnið aldrei heyrt náttúrufræði nefnda á nafn og
verið spurt að sömu spurningunni, þá þori eg að veðja,
að það hefði horft upp í hin börnin eða þreifað upp í
sjálft sig, til að geta svarað spurningunni rétt. Þarna var
bókin orðin brekán, sem skygði á hlutina sjálfa, sem hún
■átti að fræða um. Þarna var sálarmorðið, sem af því leiðir
að þiggja það að gjöf, sem maður, hve nær er vili, getur
veitt sér sjálfur.
Ein hin merkasta spurning kenslufræðinnar er sú, hvort
ekki sé hægt að finna kensluaðferð, er fylgja bæri í hverri
kenslustund, hvert sem viðfangsefnið er og á hvaða aldri
sem nemandinn er, allsherjar-aðferð, er hvíli á grund-
vallarreglum, sem heimfæra mætti kensluaðferðir sérstakra
greina undir. Herbarts-skólinn i uppeldisfræðinni þykist
hafa fundið slíka allsherjar-kensluaðferð. Það er kenningin
um fimm formstig kenslunnar: 1. undirbúningur, 2. fræðsla
(framsetning efnisins), 3. samanburður, 4. skilgreining, 5.
hagnýting. Undirbúningurinn er nú í því fólginn að vekja
í huga nemandans þær hugmyndir, sem eiga að taka á
móti fræðslunni. Eigi t. d. að tala um fljót, þá eru nem-
2