Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 24
18
Hugsun.
|Skirnir
endur íyrst spurðir um þau vatnsföll, er þeir þekkja, götu-
rennuna, ef þeir þekkja ekki annað betra. Undirbúningur-
inn endar á því að skýra frá, hvað sé tilgangur þessarar
kennslustundar. Þá byrjar fræðslan, nemöndum sýndar mynd-
ir af fljótum eða verulegt fljót, ef hægt væri, fljótum lýst
með orðum o. s. frv. Þá kemur þriðja stigið: ýms fljót
borin saman, til að greina sundur aðalatriði og aukaatriði..
Síðan kemur skilgreiningin, er ákveður, hvaða einkenni
hugtakið »fljót« feli í sér. Og loks hagnýtingin, að bera
fljót saman við önnur vatnsföl! en þau, sem áður hafa
verið nefnd, finna ný dæmi.
Dewey, ameriskur sálarfræðingur og uppeldisfræðing-
ur, bendir á, að þessi stig minni mjög á stig hugsunarinn-
ar, sem eg hefi reynt að lýsa. í báðum tilfellum er byrjað'
á að athuga ákveðið viðfangsefni, þá koma hugleiðingar og
loks er niðurstaða þessara hugleiðinga borin saman við
önnur atriði. En honum þykir það að, að þarna sé ekki
svo um búið, að viðfangsefnið færi nemöndunum vanda á
hendur, gátu, sem þeir verði að ráða með umhugsun, þraut,.
sem þeir eigi að leysa. En einmitt það kemur oftast hugs-
uninni af stað. Fræðslan á að þjóna hugsuninni, fremur en
hugsunin fræðslunni. Auk þess virðist Dewey varhugavert
að binda kennsluna alltaf við svona rökrétta röð, þvi að'
takmarkið sé ekki að neyða nemandann eftir fyrirskrifaðri
braut að markinu, heldur hjálpa honum til að ná því á
þann hátt, sem hugsun hans er eðlilegastur. Hins vegar
séu þessi stig ágæt fyrir kennarann að hafa í huga, þegar
hann er að búa sig undir kennslustund. Þá eigi hann að
spyrja sjálfan sig: Hvaða undirbúning hafa nemendurnir
til að taka á móti þessu efni? Hvað þekkja þeir af eiginni
reynd? Hvað hafa þeir lært, sem gæti hér komið þeim að
haldi? Hvernig á eg að setja efnið fram, svo að það sé
við þeirra hæfi? Hvaða myndir á eg að sýna? Á hvað á
eg að benda þeim? Hvað á eg að segja þeim? Hvaða
samanburð á eg að leiða þá til að gera? Hvaða líkingar-
atriði á eg að láta þá finna? Hvaða almenna reglu eða
lögmál eiga þeir að finna? Hvaða heimfærslur undir þetta