Skírnir - 01.01.1932, Page 25
Skírnir 1
Hugsun.
19
lögmál á eg að láta þá gera, til að skýra það og testa í
minni? Hvað af störfum sjálfra þeirra getur fært þeim
sanninn heim um þetta lögmál?
Því betur sem kennarinn hefir gert sér grein fyrir öllu
þessu, áður en hann kemur í kenslustundina, þvi frjálsleg-
ar getur hann hagað sér eftir atvikum, án þess að hirða
um skorðaða röð.
Einhver nemandinn kemur t. d. undir eins með hug-
takið eða lögmálið, sem hann heldur að hér eigi við. Þá
er undir eins tilefni til að prófa það á dæmum, og ef það
reynist rangt, þá að athuga á ný og leita að nýju hug-
taki. Stundum getur það, að koma með eitthvað upp úr
þurru, undirbúningslaust, vakið umhugsun nemanda svo
vel, að allur undirbúningur sé óþarfur. Og séu menn á
annað borð farnir að hugsa, þá biða þeir ekki með að gera
sér tilgátu um hugtakið eða lögmálið, sem hér á við, þang-
að til kennarinn er búinn að leiða þá stig af stigi gegnum
undirbúning, framsetningu efnisins og samanburð. í stuttu
máli, kennarinn verður að haga sér eftir atvikum.
Með þessum fyrirvara vill Dewey, að kenslan feli í
sér þrjú aðalstig. Fyrsta stigið er að koma með viðfangs-
efni, sem þarf skýringar við, eitthvað óvænt eða sérstak-
legt, sem verður gáta, er nemandann langar til að ráða.
Fræðslan er þá veitt í þeim tilgangi, að skýra, í hverju
gátan er fólgin, og láta í té það, sem þarf til að leysa úr
henni. Næsta stigið verður þá rökhugsun, leitin að skýr-
ingu, sem fólgin er í því að finna það hugtak eða það
lögmál, sem viðfangsefnið heyrir undir. Hér er nú áríð-
andi, að nemandinn verði sjálfur að bera ábyrgð á þeim
tilgátum, sem hann kemur með, gera grein fyrir, hvað
hann meinar með þeim, athuga hvernig tilgátan kemur
heim við þau atriði, sem hún á að skýra. Hvert hugtak
eða lögmál verður sjálft skýrara í meðvitundinni við að
beita því til skýringar sérstökum tilfellum, eins og hvert
tilfelli skýrist við það að heimfærast undir ákveðið hugtak
eða lögmál. Þar verkar hvað á annað. En þegar lögmálið
er fundið og það virðist nægja til að skýra úrlausnarefnið,