Skírnir - 01.01.1932, Side 26
20
Hugsun.
fSkírnir
þá getur enn verið tilefni til að stíga þriðja stigið: Draga
nýjar áiyktanir af lögmálinu og sjá, hvernig þær koma
heim við önnur atriði. Það var slík ályktun, sem kom Pas-
cal tii að láta fara með loftvogina upp á fjall. Af niður-
stöðunni af tilraun Pascals leiddi aftur það, að nota mætti
loftvog til að mæla hæð fjalla.
Þegar talað er um æfingu hugsunarinnar, þá verður
varla hjá því komizt að minnast á það, hvaða gildi málið
og meðferð þess hefir fyrir hugsunina. Allir vita, að málið
og hugsunin hafa mikið saman að sælda. Griska orðið
logos þýddi jöfnun höndum orð og hugsun. Þrjár skoðanir
hafa komið fram um samband máls og rökhugsunar. Ein
er sú, að mál og hugsun sé eitt og óaðgreinanlegt, önnur,
að málið sé búningur hugsunarinnar, ekki nauðsynlegt til
hugsunar, heldur til að birta hugsun, láta hana í ljós;
þriðja skoðunin, sem mun sanni næst, er sú, að þótt hugs-
un og mál sé sitt hvað, þá sé málið yfirleitt nauðsynlegt
tæki jafnt til að hugsa sem til að birta hugsun sína. En það
er aðgætandi, að mál er fleira en orð: Bending, svipbrigði,
mynd, minnismerki, fingrahreyfingar; í stuttu máli alt, sem
nota má sem tákn, er mál. Að mál sé hugsuninni nauð-
synlegt tæki, er sama sem að segja, að tákn séu nauð-
synleg. Hugsunin fæst ekki eingöngu við hluti, heldur og
við það, sem þeir merkja. Ef maður ræðst á annan til að
reka hann út, þá er athöfn hans ekki tákn; ef hann hins
vegar bendir á dyrnar, eða segir »farðu«, þá er bendingin
eða orðið tákn. Þegar um tákn er að ræða, þá er ekki
komið undir því, hvað táknið er, heldur hvað það merkir,
bendir til. Einn hlutur getur orðið oss tákn annars, ský
með sérstökum blæ táknað regn í aðsigi, spor eftir dýr tákn-
að dýrið o. s. frv. Hljóðin hafa orðið aðaltákn hugsunar-
innar vegna þess, hve afarauðvelt er að breyta þeim á
margvíslegan hátt; þau eru skynjanleg jafnt í björtu sem
svörtu, og raddfærin höfum vér alltaf hjá oss. Þau eru og
hentug að því leyti, að þau draga ekki athyglina frá því,
sem þau tákna, eins og sumum öðrum táknum hættir til.
Töluð orð hafa því orðið aðaltákn hugsunarinnar og hinn