Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 27
Skirnir |
Hugsun.
21
daglegi gjaldeyrir hennar í andlegum viðskiftum manna
hversdagslega, en rituð orð til að talast við yfir fjarlægðir
rúms og tíma.
Það er eflaust ofmælt, að ekki sé unnt að ná samtæk-
um og sértækum hugtökum án orða. Því að sá, sem fyrst-
ur finnur samtækt hugtak fyrir hluti, sem áður hefir verið
hugsað um sér á parti, án þess að telja þá til sama flokks,
hann getur ekki hafa fengið flokkshugtakið frá orðinu, sem
táknaði það, þar sem það orð var ekki til. Vér getum vel
séð, að rófa, skott, hali, tagl, dindill, stél, sporður o. s. frv.
heyrir í rauninni undir sama hugtak, þótt oss vanti í is-
lenzkuna orð, er grípur yfir það allt. Danir hafa þar orðið
»hale«. En að hvaða haldi koma þá orðin hugsuninni?
Fyrst þannig, að við orðið, sem táknar hlutinn, tengist
smám saman allt það, sem vér með reynslunni fáum um
hann að vita. Það verður lykill að þeirri merkingu, sem
hluturinn fær fyrir oss, og setur oss þannig í sama horf
eins og hluturinn sjálfur. Það er fulltrúi hans á þingi með-
vitundarinnar. Sá, sem man orðið, heldur þannig um end-
ann á neti, sem geymir í djúpi hugans það, sem í það hefir
safnast. Menn hafa trúað því, að töframáttur fylgdi orðum.
Það er ekki óeðlilegt, er vér gætum þess, hve mikið af
valdi voru yfir hlutununr er orðum að þakka. Flestir munu
hafa tekið eftir því, hve hugsunin skýrist, þegar maður
eftir langa leit finnur rétta orðið yfir það, sem maður »vildi
sagt hafa«. Meðan það er ófundið, er eins og hugsunin sé
fálm í myrkri. »í hug kemur meðan mælir.« Orðin eru
hugsuninni þvi nauðsynlegri sem hún er samtækari og sér-
tækari. Orð, sem tákna samtækt hugtak, öll samheiti, hjálpa
huganum til að gleyrna ekki hinu sameiginlega vegna hins
sérstaka. Orðið »maður« hjálpar oss til að hugsa um alla
menn sem menn, hve ólíkir sem þeir annars eru, og held-
ur þannig vakandi þeim hvötum, sem tengdar eru við
mannshugsjónina, þótt það sé stundum erfitt, eins og þjóð-
irnar, sem borizt hafa á banaspjótum, sýna. Hins vegar
hjálpa orð, sem tákna undirflokka, til þess að greina þá
hvern frá öðrum. Það væri ekki lítið mein í stjórnmálum,