Skírnir - 01.01.1932, Page 28
22
Hugsun.
[Skírur
ef menn t. d. gleymdu nöfnunum Sjálfstæðisflokkur, Fram-
sóknarflokkur, Alþýðuflokkur o. s. frv. og myndu ekki ann-
að en yfirhugtakið íslendingur. En orðin hjálpa og hugsun-
inni til að skipa hugtökum i kerfi. Orðin mynda setningar
og setningar stærri heildir. Og afstaðan innan þessara stærri
heilda er tákn afstöðu hugtakanna hvers til annars. í mál-
inu er þannig fólginn hugmyndaauður fortíðarinnar og hugs-
unarháttur. Með málinu verðum vér aliir hluttakandi í ann-
ara hugsunarhætti. En þarna er hættan. Orð fá merkingu
fyrst og fremst við það að fást við þá hluti, er þá tákna.
En menn geta haft orðin yfir og virzt nota þau rétt, án
þess að vita eiginlega, hvað þeir eru að segja. Það, sem
menn leggja til málanna, getur verið munnskálp eitt, og
það er hætta, sem vofir yfir öllum skólum, að glamrað sé
með tómum orðum. Hér kemur til kennarans kasta að
ganga eftir því, að orðin séu tryggð i gulli hugmyndanna.
Það getur orðið í sambandi við hvaða kennslu sem er, því
að málinu verður að beita við allar námsgreinar. Tak-
markið er að gera málið að hagfelldu hugsunartæki og
hugsanamiðli nemandans. Það verður með ýmsu móti.
Fyrst og fremst með því að auka orðaforðann. Hann er
venjulega því minni, því þroskaminna og fátæklegra sem
andlegt líf manna er, því fábreyttari andleg viðskifti sem
þeir hafa. En aðgætandi er, að orðaforðinn getur verið
tvenns konar, annars vegar þau orð, er vér skiljum, þegar
vér rekum oss á þau, hins vegar þau orð, sem oss eru til-
tæk og vér kunnum að nota. Það getur lamað hugsunina,
ef tiltölulega lítið af orðaforðanum er tiltækt, og hugtökin
verða fyrst skýr við að nota orðin. LítiII orðaforði stafar
ekki einungis af andlegri fátækt, heldur oft og tiðum af
andlegri leti, menn nenna ekki að leita eða afla sér orða,
heldur láta sér nægja að slöngva orðum, sem þeir vita, að
ekki ná hugsuninni, sem fyrir þeim vakir, með athuga-
semdinni »eða hvað það nú heitir«. Hins vegar geta menn
verið »tölugir«, þó að þeir kunni fá orð, alltaf sami graut-
ur í sömu skál, upp aftur og aftur. Hver maður ætti að
heyja sér orðgnótt með þvi að lesa þá höfunda, sem skarp-