Skírnir - 01.01.1932, Page 30
Lófagull.
Eftir Guðmund Friðjónsson.
Spámenn, spekinga og skáld dreymir stundum fram-
tiðina með því móti, að þeim gefur sýn inn í álfu ókom-
ins tíma. Og minni háttar tnenn, svo nefndir, verða sams
konar hlunninda aðnjótandi. Þegar hulutjaldið lyftist, sem
er milli tiðanna, eða gegnum það grisjar á hátíðlegum
augnablikum, blasir við álfa nokkurs konar, björt og ljóm-
andi tilsýndar. Stundum virðist þarna sæluríki — eða þá
skuggaveldi. Tegund þessara draumskýjuðu sýna fer eftir
því, hvernig sjáendurnir eru gerðir eða innrættir. Góðir
menn og ágætar konur hafa dálegar draumfarir. Hinum
verður dimmt fyrir augum, í vöku og svefni, sem vinna
til þess að dagarnir verði þeim sólarlitlir, svo sem haft er
eftir Axlar-Birni forðum tíð. — Sálin kemur hart niður, sú
sem gengur með óarga-fóstur. Grályndar sálir ala útburði
og umskiftinga; göfugar sálir óskabörn.
Stephan G. Stephansson, Klettafjallaskáldið vestræna.
birtir sjaldan í kvæðum sínum draumóra. Hann er skáld
veigamikilla vitsmuna, sem enga stund leggur á hjartarím
né skjálfraddaða munklökvi. St. G. St. litur þó hýru auga
til framtíðarinnar. Hann segir t. d.:
Eiga vildi ég orðastað
í öldinni, sem kemur.
Þetta þýðir það, að hann óskar þess, að þau verðmæti,
sem hann ber fyrir brjósti, ávaxtist á þeim tima, sem er
framundan.