Skírnir - 01.01.1932, Page 31
Skirnir]
Lófagull.
25
St. G. St. á litlum ástsældum að fagna meðal höfða
fjöldans. Hann er skáld, sem lætur það ógert að fljúga
upp í fangið og ekki er honum tamt að leggja hendur um
háls lesenda. Hann gerir sér oft óleik að því, að vera
óþarflega torveldur skilningi.
Ég ætla nú að bregða Ijósi yfir eitt kvæði St. G. St.,
sem hann nefnir »Legstaði spámannanna«. Það er fyrir—
ferðarlítið, en leynir kostum:
Ég veit þú ert skáld, en sem við hefir brunnið:
með vísunum hvergi þig hrepplægan unnið.
Og úr því ei gustuka gistingin bætti
hjá gamalli Venju og Óaldar-hætti.
Það er kynlegt, að St. G. skuli nota þarna orðið lirepp-
lægur, svo leiðinlega óskáldlegt orð. Honum var þó í lófa
lagið að segja:
með vísunum hvergi þér sveitfesti unnið.
Það orð er miklu geðslegra og nær því að vera ljóðrænt
eða fagurfræðilegt. En ekki þýðir að deila um það, eftir
dúk og disk, við þann, sem háttaður er undir grasrótinni.
Skáldið heldur áfram að lýsa gistingunni, sem er tengd víöl
Önugleik hjúanna, ónot og þyrkju
hjá yfirvaldsgorgeir og hræsnara kirkju,
þó fylltirðu húsvilltur fátækra sjóðinn
og fálega viðtöku ofborgi Ijóðin.
Þessi vísa er almenn hugleiðing um það, hve lítið þeir
bera úr býtum hjá samtíð sinni, sem andleg verðmæti hafa
á boðstólum, því minni laun oftast nær, sem verðmætia
eru meiri og dýrmætari.
Nú kemur aðalkjarni kvæðisins:
En lát þér ei bregða, því barn er þar inni:
hin blundandi Framtið í vöggunni sinni.
Og fyrr en þú kveður og skundar á skóga —
æ, skild’ eftir gull í þeim sofandi lófa.