Skírnir - 01.01.1932, Side 32
26
Lófagull.
ISkírnir
Á legg dregst hún bráðum, hún vex og hún vaknar,
hún varðveitir hnoss þá og gefandans saknar.
Við þurfamannsfletið þitt verða þá verðir,
um vergönguslóð þína pilagrímsferðir.
Þá er kvæðinu lokið.
Skáldið ávarpar skáld í upphafi kvæðisins, skáld, sem
gisting þiggur hjá Gamal-venju og Óaldar-hætti. Hjúin í
þeim bæ heita: Yfirvalds-gorgeir og Hræsnara-kirkja. En
gesturinn má ekki láta sér bregða úr því að barn er þarna
inni, sem blundar — í vöggu: Framtiðin. St. G. St. skorar
á gestinn að minnast barnsins, lúta að vöggu þess og skilja
eftir, áður en hann fer alfarinn, i litla lófanum — gull.
Norræn goðafræði gerir þá grein fyrir liðinni tíð, nú-
tíð og ókominni tíð, að hún gerir þær að konum. Þær
sitja við ruggur barna, úthluta þeim forlög og spinna ör-
lagaþræði manns og konu.
St. G. St. tekur sér það skáldaleyfi, að láta framtíðina
vera barn í vöggu. Við það er ekki að athuga, þó að örlaga-
norn sé yngd upp og hún gerð að meybarni í vöggu. Og
vel sæmir skáldi barnelska.
Svo virðist í fljótu bragði, sem höf. kvæðisins ætli
skáldunum, og ekki öðrum en þeím, að leggja gull í lófa
þessa dásamlega barns. Hann hefir þó spámennina bak
við eyrað, ef ég skil rétt það sem undir býr.
En hvað þýðir þá þetta, að skila gulli i þann sofandi
lófa? Það þýðir að verða þess megnugur, að gerast inn-
stæðueigandi hjá framtíðinni, skila dagsverki, sem hefir
gildi það, er varir.
Ekki mun það verða véfengt, að skáld og spámenn og
spekingar leggja gull í lófa Framtíðar með leiðsögu sinni
inn í fyrirheitna landið. Þessir leiðtogar mæla bæði varn-
aðarorð, sem forða frá háska, koma í veg fyrir hann, og
þeir eggja eldmóð til framgöngu og kveikja sjálfan guð-
móðinn. Ég tek til dæmis skáldið, sem kvað Hávamál, sem
er í einu varúðarkvæði og eggjunar. Skáldið, sem kvað
Hávamál, lagði gull í lófa Framtíðar, gull, sem heldur enn