Skírnir - 01.01.1932, Page 33
•'Skirnir]
Lófagull.
27
gengi sínu og verðmæti eftir 1000 ár liðin. Og Hallgrímur
Pétursson lagði gull í litla lófann, þegar hann gaf þjóð
•sinni Passíusálmana, sem framtíðin mat meira en samtíð
hans. Það sannaðist á Hallgrími, að hann hlaut gisting hjá
Gamal-venju og Óaldar-hætti, þegar sálmum hans var við
fyrstu prentun gert svo lágt undir höfði, að þeim var hnýtt
•aftan í sálmahnoð eða leirburðarsamsetning. En verdir, þ.
e. a. s. varðmenn, urðu við þurfamannsflet skáldsins, þegar
frá leið. Og pílagrímsferðir hófust um vergangsleið Hall-
grims, að honum látnum. Því að fjöldi manna hefir, í hug-
anum, streymt að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd með þvílík-
um huga, sem kristnir pilagrímar gengu til Jórsala og Mú-
hameðsmenn fóru til Mekka. Aðdáun og endurminning
byggja upp og blómskreyta legstaði spámanna.
Mér virtist í fljótu bragði, þegar ég las þetta kvæði
fyrst, að skáld og spámenn væru aleinir um þá hitu, að
geta lagt gull í lófa barnsins, sem blundar í vöggunni og
um er kveðið. En við nánari athugun virtist mér sem þessi
áskorun ætti sér víðara svigrúm. Stendur þessi vagga svo
afsíðis, að fáum sé unnt, aðeins örfáum aðgæzlumönnum,
að finna hana og koma auga á barnið, sem blundar? Mér
var spurn. Og ég fór í eftirleit eða grafgötur eftir úr-
lausninni.
Ég lagði eyrað við tónsnilldinni, sem er stallsystir ljóð-
listar. Hún hefir orðið að sætta sig við samskonar gistingu
sem ljóðlistin. Tónlistin hefir frá aldaöðli ýmist svæft barn-
ið í vöggunni eða vakið það. Og hún hefir þaggað grát
barnsins. Ljóðlistin nýtur sín ekki nema til hálfs, ef hún
fer á mis við blessun tónsnilldar. Hún lyftir ljóðinu í æðra
veldi. Þó að þessar systur neyðist til oftar en æskilegt
væri að gista hjá misskilningi og nízku, hafa þær þó gæt-
ur á gangi himintungla, því að þeirra er himnaríki. Og
stallsystur þessar láta sig miklu varða um uppeldismálin,
því að þær blása í brjóst mæurum og fóstrum þeim anda,
að kveða og syngja við börn þeim til yndis og fróunar.
Og vöggubarnið man þá kveðandi, þegar það vex og vitk-
ast. Góðar siðvenjur ganga í erfðir og verða að vaxandi