Skírnir - 01.01.1932, Síða 34
28
Lófagull.
|Skírnir
verðmætum, ávaxtast sjálfkrafa, svo að segja, og ryðja sér
til rúms.
Gull sönglistar er ekki þannig lagað, að þreifað verðí
á eða það lagt á metaskálar. En fara má höndum um högg-
myndalist. Svo má að orði kveða, að þreifa megi á and-
litsdráttum líkneskis, brosi og þjáningahrukkum. Thorvald-
sen og Einar og þeirra frændur andlegir hafa lagt gull §
lófa Framtíðar. Slikt hið sama málarar, sem kunna að fara
með liti, svo að steindauð náttúran lifnar við. Þegar þeir
gera fjöllin dýrðleg og mennina mikla, sem undir þeimi
búa eða bak við þau, vekja þeir úr dvala athygli og að-
dáun. Þorri manna þarf að fá hvatning og uppörfun. Lista-
mennirnir slá á strengi í brjóstum, sem eru hljóðnæmir, ef
réttum tökum er beitt og þeir snertir á þann hátt, sem við
á þann og þann mann í það og það skifti. — Listamenn-
irnir hreinsa eyrun, svo að þau heyra betur en ella. Og.
þeir opna augun, svo að blindir fá sýn. Málarar geta hoss-
að eyjum í hillingar og gert hafið tilkomumeira en það þó'
er. Þeim er það gefið, að láta jörðina nálgast himininn..
Tunga skálda og litir málara eru nokkurs konar keppi-
nautar. Það veltur á ýmsu og getur leikið á tveim tung-
um, hvor listin verður kostadrýgri eða áhrifaríkari. Hver
og einn lofar sína hýru. Tungan, orðsnilldin, er þó altént
tiltækari miðill en tónlistin og meðfærilegri og víðtækarL
Ekki hefi ég séð málverk af himneskri dýrð og jarðneskri
fegurð svo ljóst og samræmilegt, sem birtist í þessari vísæ
t. d. að taka:
Stígur nótt á stjörnuvöll,
stara fold og lögur;
raknar sundur eilifð öll,
endalaus og fögur.
Annars eru engar vogir til, löggiltar, sem gert getí
samanburðar-greinarmun á listum.
Málarar komast þó fram úr orðsnillingum í þeirri gull-
gerð, að sýna augnaráð illt og gott, einkum gæðagott svip-
mót. Naumast verður kosið á betri sönnun fyrir ódauðleik