Skírnir - 01.01.1932, Page 35
■$ kirnir|
LófaguII.
29
inannssálar en blasir við í auga göfugmennis eða úrvals
konu og táknað er með orðunum: að bjóða af sér góðan
þokka. Alúd táknar samskonar ágæti. Þegar rnálarar gera
•og gefa slíkar fyrirmyndir, leggja þeir gull í lófa barns,
•sem á vöxt í vændum og viðgang.
Þessar tegundir snillinga, sem ég hefi nú talið, skapa
fegurð eða svitta blæju af fegurð, sem löngum dylst al-
menningi, er stendur sífellt önnum kafinn í baráttu sinni
fyrir tilverunni. Sumir þeir, sem gullið gefa barninu, eru
fátækir. en þó kostaríkir. Svo eru málfræðingar gerðir, að
þeir láta lítið yfir sér, en luma þó á digrum sjóðum. Þeir
búa í hendur orðsnillingum. Málfræðin rekur ættir orða,
les úr hljóðtáknum horfinna kynkvísla og rekur spor þeirra
um fjöll og firnindi. Það er reyndar málfræðinni að þakka,
að þetta kvæði um legstaði spámannanna og lófagullið er
svo gæðagott, sem það er. Þegar höfundur þess lá í vöggu,
lagði norræn tunga, þ. e. a. s. málsnilld kynbálks vors, gull
í lófa drengsins. Hún hefir — málfræðileg orðlist hefir
samið margskonar orðaleik. Og þetta er einn orðaleikurinn,
að leggja gull í lófa sofandi barns.
Málfræðin hefir í höndum það heyrnartól, að hún get-
'ur greint fótatak horfinna kynslóða og andardrátt genginna
kynbálka. Og hún getur jafnvel greint, hvernig grasið greri
•endur fyrir löngu.
Kennimenn og kennarar eiga erindi til vöggu barns-
ins, þó ekki það erindi að mæla það málum, heldur hitt
að færa því aðdáun og sýna lotningu. Þetta barn þarf ekki
•að ausa vatni. Sólin sjálf skirir það, þegar hún skín á vögg-
una, inn um gluggann. Og ekki þarf að kenna þvi fræði.
Það lærir sjálfkrafa.
Ég hefi nú nefnt nokkrar tegundir listamanna til dæm-
is um, hverjir lagt geti í lófann gullið dýra. Ég hefi ekki
•dregið fram i dagsljósið vísindamennina, sem eiga þó brýnt
■erindi til barnsins dásamlega, með fullar hendur fjár. Þeg-
■ar um þetta óarn er að ræða, svo sem islenzkt barn í þjóð-
legri vöggu, koma vísindamennirnir litið til greina. Þeir eru
|>á á hvarfi úti í fjarska veraldar.