Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 36
30
Lófagull.
[Skírnir
Ég sný nú máli mínu að athafnamönnunum. Mundu
þeir geta komið til greina í þessu erindi. Getur það stað-
ist, að þeir hafi með höndum svo veglegt starf, sem þetta
er, að sæma gulli sofandi barn? Athafnamennirnir eru að
sumra dómi ræktarlausir við hugðarmálin, stirðbusar þar
sem andlegir fimleikamenn leika á alls oddi. Þessir menn,.
sem sjaldan njóta sannmælis, skulu nú ekki verða reknir
á dyr frá vöggunni að órannsökuðu máli. Ég ætla »á þessu
stigi málsins« að draga djúpt fyrir með vörpu minni og.
fara langt út fyrir landhelgi.
Mér er minnisstæð orðasenna, sem fór fram í Noregi
um aldamótin síðustu. Árni Garborg, orðslyngur rithöfund-
ur og kunnur hér í landi af þýðingum Bjarna frá Vogi og
Árna Jóhannssonar — gerði sig gildan á kostnað Jaðarbú-
anna í Noregi með þeim hætti, að hann ritaði skopgrein
um þá, fátækt innra manns þeirra og andlega rýrð. Árni
taldi Jaðarbúana elska að síld, einungis hafsíld — þeir-
hugsa um hafsíldina í vöku og þá dreymir um hana f
svefni. Hann kvað himinn þessara manna speglast í síldar-
miðunum. Og þau mið voru þau einu djúp, sein Jaðarbú-
arnir stikuðu. Árna tókst svo upp, að mér virtist hann núa
sildarlireistri á sálir þessara manna með tungubroddinuin.
Þarna var listamaður orðfæris að leika sér að því að'
draga dár að einföldum eða óbrotnum athafnamönnum_
Reyndar fór hann kringum kjarna málsins.
Ritstjóri Kringsjár, H. Tambs Lyche, fann kjarna þessa*
máls og kom honum á framfæri. Ég fer eftir minni mínu!
i þessum frásögnum og endursegi í ágripi. En ég held, að
ég fari nærri um það, sem máli skiftir. Ritstjóri Kringsjár
svaraði Garborg á þessa leið:
Árni Garborg er svo orðfimur, að hann getur gert allt
læsilegt, sem hann ritar um. En málefni og menn líta út
eftir því, hvaða sjónarmið sá velur sér, sem horfir á menn
og málefni. Miklu skiftir um viðhorfið. Þegar um menningu
er að ræða, má ekki gleyma því né ganga fram hjá, að>
maðurinn þarf fyrst og fremst föt og fæði til að lifa. Hon-
um liður illa, ef hann brestur lífsnauðsynjar og nýtur síre