Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 37
Skirnir |
Lófaguli.
31
þá ekki. Likamlegar beyglur koma niður á sálinni og hefna
sín á geðsmunum. Nú er það svo á Jaðrinum, að þar eru
litlir landskostir. Mennirnir, sem búa þar, eiga nálega alla
velgengni sína undir síldinni. Hún er þeirra ær og kýr. Ef
Jaðarbúar afla vel síldar, verður þörfum þeirra fullnægt, fyrst
og fremst brýnustu nauðsynjum. Og ef vel gengur, hafa
þeir afgang. Fyrir hann má rækta jörðina, bæta og fegra
híbýli, lyfta sér upp, eignast hljóðfæri og bókasafn. Sá,
sem á undir högg að sækja lífsbjörgina, fær á því að
kenna, að sálin kemst í hnipur og öll útsýn minnkar og
þá verður þeim dimmt fyrir augum, alla vega, sem skort-
urinn situr um og ræður yfir. Ef síldin aflast vel, blómgast
hagurinn, sá andlegi og likamlegi. Manngildið vex og sið-
fágun kemur í stað ruddamennsku. Biðjum þess af heilum
hug og stuðlum að því, að síldin aflist vel. Þá vex menn-
ingu vorri fiskur um hrygg.
Árni Garborg var tungumjúkur rithöfundur, kunni að
rifa lepp úr svelli og fara gegnum sjálfan sig, þegar hon-
um bauð svo við að horfa. Hann gat verið fiskur í sjó og
fugl á húsþaki, þegar honum lá á að skifta hömum. En
þessu svari ritstjóra Kringsjár gegndi hann ekki, svo að
mér sé kunnugt.
Ég heyri sagt, að fjölkunnugir menn úti í löndum séu
feknir til að gera perfur úr síldarhreistri. Vorir athafna-
uienn gera gull úr þorski — og sumir úr síld — og leggja
sumt af þvi í lófa Framtíðar. Þetta er bæði sannleikur og
0rðaleikur. Fyrir sumt sjávargullið eru byggðar brýr og
]búðir, lagðir vegir og ræktað gullgrænt ilmandi gras, mel-
arnir gerðir að töðuvelli og mýrarnar að túnum. Þegar ég
uefni athafnamenn, hefi ég í huga alla þá, sem hafast að
framkvæmdir á landi og sjó. Háseti, sem er í sædrifi við
borðstokk, er gullnemi, þó að hann láti ógert að beita
öngul með gulli fyrir sæmeyjar, eins og frá er sagt í æfin-
fýrum og þjóðsögum. Þeir þrír: útgerðarmaður, skipstjórn-
afmaður og háseti leggja allir gull í lófa Framtíðar.
Bóndinn og sláttumaðurinn og fjármaðurinn hafa allir
með höndum samskonar velgerðir við barnið. — Heiðar-