Skírnir - 01.01.1932, Side 38
32
Lófagull.
[Skirnir
vígasaga nefnir Gullteig, og enn í dag er sagt um grasið,
að það sé gullgrænt, meðan döggin og sólargeislarnir láta
vel að því. Það er kallað gullfallegt, sem er ljómandi til-
sýndar. Vér segjum að valmenni sé gull af manni og val-
kvendi gull af konu. Allskonar verðmæti eru ættfærð til
gullsins eða líkt við það.
Og það mun sannast í voru landi, sem ritstjóri Kring-
sjár sagði að verða myndi á Jaðrinum — ef gæði lands
og sjávar aukast á borði, munu andleg verðmæti þróast.
Þá vex lófinn litli í vöggunni og barnið, sem á lófann,
fyrir tilstilli allra stétta.
Það er auðskilið mál, að móðir þessa vöggubarns —
framtíðin — er eigi þannig vaxin, að til hennar eigi ljós-
mæður erindi með laugartrog, né læknar með fæðingar-
tengur. En þó að svo sé, má ekki gleyma því, að konan,
sem gerð er úr holdi og blóði, leggur fyrst og fremst gull
i lófa barnsins, er sefur þarna. Vér getum ekki hugsað oss
framtíð, nema í tengslum við líf — mannlíf. Konan fæðir
og fóstrar lífið, elur og nærir bernskuna, leggur hana á
brjóst og í vöggu, kennir henni málið og kemur henni á
fót. Barn í vöggu minnir á móður. Því er nú það, að konan
leggur mest gull í lófa Framtiðar. Hennar er dýrðin mest
og sæmdin, í raun og veru, og ekki minni en skáldsins,
sem kemur auga á barnið, sem blundar, og færir hugmynd-
ina i búning.
Skáldið segir í kvæðinu:
Og fyrr en þú hverfur og skundar á skóga —
æ, skild’ eftir gull í þeim sofandi lófa.
Hvað kemur skógur þessu máli við — þessu vöggu-
æfintýri um barn og gull? Er þarna hortittur í kvæðinu?
Ekki er svo að skilja. Hvarfið, sem þarna er nefnt, þýðir
eða táknar burtför þína af sjónarsviðinu. Skógurinn þessi
er frumskógur, sem engin öx hefir snert — bláskógur
handan við fjöll, myrkviður aldanna. Þyturinn í þessum
skógi er andardráttur eilífðar. — Það er orð og að sönnu,
að sá sem fer inn í hann — hverfur.