Skírnir - 01.01.1932, Side 40
34 Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. [Skirnir
dögum«, var það auðvitað þáttur af verkefninu að reyna
að ákveða mállýzkumun þann, er menn vissu til að átti
sér stað hingað og þangað á landinu, eins og t. d. það, að
Sunnlendingar segja b, d, g í api, ata, aka, þar sem Norð-
lendingar varðveita p, t, k.
Vandinn var, að draga markalínurnar og segja hvar
sunnlenzkuna (b, d, g) þraut og norðlenzkan byrjaði Eina
ráðið, sem mér stóð til boða, var að spyrja fólk úr héruð-
unum um framburð þeirra, að svo miklu leyti sem ég náði
til manna hingað og þangað af landinu. Auk þess mátti
nokkuð styðjast við eldri rit og ætlan fróðra manna. Þann-
ig bar ég undir sr. Jóhannes heitinn Lynge uppkast mitt
að mállýzkulýsingu og gerði hann við það athuganir sinar.
Ekki get ég nú séð, hvaðan ég hef haft það, að mörkin á
milli sunnlenzkunnar b, d, g og norðlenzkunnar p, t, k
mundu vera Lónsheiði eða Almannaskarð að austan, en
líklegt þykir mér, að ég hafi gizkað á þetta sökum þess,
að ég þekkti mjög vel nokkra Hornfirðinga, sem munu
hafa sagt b, d, g, en vissi á hinn bóginn, að í Breiðdal
var p, t, k regla.
Nú hefi ég að vísu einu sinni farið leiðina milli Horna-
fjarðar og Breiðdals, en svo fljótt yfir, að ég náði ekki að
athuga þetta málseinkenni svo, að ég gæti ákveðið mörk-
in. Hinsvegar gafst mér sumarið 1930 tækifæri til að at-
huga mál þriggja Álftfirðinga, er flutt höfðu búferlum til
Fljótsdalshéraðs og reyndust þeir allir linmæltir (b, d, g).
Annars fann ég varla linmœlt fólk á Héraði, *) það er inn-
fætt væri þar, nema þá afkomendur manna, sem aðfluttir
voru úr héruðum, sem hafa linmælt fólk, eins og t. d. af-
komendur sr. Bergs Jónssonar í Vallanesi, er ættaður var
sunnan úr Hornafirði, svo sem kunnugt er. Er gaman að
sjá, hve börnin halda hér við mál feðra sinna þrátt fyrir
umhverfið, og á hinn bóginn sýnir þetta dæmi, — og fleiri
sem ég hafði tækifæri til að athuga —, að embættismenn-
irnir, prestarnir og prestskonurnar ekki sízt, munu ekki
1) Alls athugaði ég mál rúml. 70 manna að þessu leyti.