Skírnir - 01.01.1932, Side 41
Skírnir] Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. 35
eiga lítinn þátt í útbreiðslu mállýzku-einkenna. Annars
varð ég ekki var við linmælt fólk af innfæddum Héraðs-
búum, nema lítilsháttar í Skriðdal, og kann ég ekki að
skýra það mál að svo stöddu.
En Álftfirðingarnir þrír virðast sýna, að markalínan
hafi verið sett of sunnarlega á Lónsheiði. Þar við bætist
að greindur maður og athugull (Sveinn Benediktsson, Fá-
skrúðsfirði) sagði mér, að það orð hefði í Breiðdal leikið
á Djúpavogsmönnum, að þeir væri linmæltir, sumir hverjir
að minnsta kosti. Veit ég um Berfirðinga (o: fólkið í Beru-
firði, kirkjustaðnum) að þeir segja b, d, g, en þeir eru af
hornfirzkum ættum. Þá verður nú varla nœr komizt réttu
en svo, að telja sunnlenzka framburðinn b, d, g ná allt
austur i Álftafjörð, en blandað mál um Berufjörðinn.
Annar meginmunur á norðlenzku og sunnlenzku er
framburður á ð, l, m, n í orðum eins og Rauðka, — hjálpa,
hálka, (mæla, mældi) mcelt, — kompa, skemmta, — vanta,
hanki. Eins og kunnugt er, hafa Norðlendingar hér rödduð
hjóð, en Sunnlendingar órödduð.
Hvar eru austurtakmörkin ?
í grein, sem J. J. Smári skrifaði i Landið II., 26 (júní
1917) stóð að lesa: »á Norðurlandi (a. m. k. í Skagafjarðar-,
Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum) og Austurlandi suður að
Berufirði eru stafirnir 1, m, n bornir fram raddaðir á und-
an p, t, k, en óraddaðir víðast hvar annarsstaðar á landinu«.
Nú var ég úr Breiðdal og var kunnugt um það, að
þar var það undantekning ein, ef menn notuðu rödduðu
hljóðin, nema aðflutt fólk, eins og t. d. móðir mín, sem
alin var upp á Úthéraði og í Seyðisfirði. Því hef ég getið
mér þess til 1923, að takmörkin mundu vera einhvers-
staðar á Héraði og um Seyðisfjörð ef til vill. Nokkru síðar
(1927) hefi ég þó haft ástæðu til að leiðrétta þetta og hefi
þá talið það nær sanni, að Héraðið væri nokkurn veginn
norðlenzkt (rödduð hljóð) og sömuleiðis norðurfirðirnir
(blandað mál á Reyðarfirði og Eskifirði).
Ég hafði heitið mér því, að kæmi ég aftur austur á
3*